Fótbolti

Fabregas: Ég er ekki slæmur liðsfélagi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cesc Fabregas sést hér lengst til hægri.
Cesc Fabregas sést hér lengst til hægri. Mynd/Nordic Photos/Getty
Cesc Fabregas fær enn ekki alltof mörg tækifæri með Barcelona-liðinu en þessi fyrrum fyrirliði Arsenal ætlar að reyna að vera jákvæður þrátt fyrir að sitja mikið á bekknum hjá Barca.

„Ég get ekki sagt að ég sé frábær varamaður því ég vil fá að spila eins og allir," sagði Cesc Fabregas við spænska blaðið Marca.

Fabregas hefur ekki náð að skora eða leggja upp mark í fyrstu fimm leikjum Barcaelona á tímabilinu en honum hefur verið skipt útaf í öllum þremur deildarleikjunum og fékk aðeins að spila í samtals níu mínútur í leikjunum um Ofurbikarinn við Real Madrid.

„Það þýðir samt ekki að ég sé slæmur liðsfélagi. Ef mér líður illa þá mun ég ekki láta liðsfélagana sjá það," sagði Fabregas.

„Við viljum allir fá að spila meira en það er erfitt að koma því við því ég er að spila fyrir besta liðið í heimi. Ég kom hingað til að njóta þess og ég er ánægður að vera hluti af þessu liði," sagði Fabregas.

„Ég ætla ekki að slaka á og ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að vinna mér inn meiri spilatíma. Ég kom hingað með það markmið að Barcelona verði síðasta félagið mitt á ferlinum," sagði Fabregas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×