Selfoss hélt sæti sínu í efstu deild þrátt fyrir hrakspár Kolbeinn Tumi Daðason á Þórsvelli skrifar 4. september 2012 21:54 Þrátt fyrir 9-0 tap fyrir Þór/KA í kvöld gátu Selfyssingar fagnað í leikslok. Sigur FH á Fylki í Hafnarfirði þýddi að liðið hélt sæti sínu í deildinni þvert á allar spár. Afar áhugavert hefur verið að fylgjast með gengi Selfyssinga í sumar. Liðið hefur spilað flottan fótbolta sem hefur þó komið sér í koll gegn stærri félögunum. Liðið hefur tapað leikjum stórt, líkt og í kvöld, en þegar liðið mætir liðunum í neðri hlutanum hefur sjálfstraust í sóknaruppbyggingu liðsins borið árangur. „Ég sagði við stelpurnar að þegar þær væru búnar að fara í sturtu og klæða sig myndu þær átta sig á því sem við höfum gert," sagði Björn Kristinn Björnsson þjálfari Selfoss í leikslok. Selfossliðið er ungt að árum en liðið lék í sumar í fyrsta sinn meðal þeirra bestu. Markatala liðsins er verst allra liða í deildinni, raunar langverst, en liðið hefur aldrei bognað og gerði í raun ekki í kvöld ef miðað er við hvernig fótbolta liðið leggur upp með að spila. Þrátt fyrir að fá hvert markið í andlitið á fætur öðru hélt liðið áfram að spila flottan fótbolta. Í raun er rannsóknarefni útaf fyrir sig hvernig liðinu tókst ekki að skora úr öllum þeim færum sem liðið skapaði sér eftir fallegt spil. Lítið var um fagnaðarlæti hjá leikmönnum liðsins í leikslok en vænta má að öllu léttara er yfir stelpunum sem nú sitja í rútu á leiðinni suður á nýjan leik. Frábær frammistaða hjá Selfossi, sem líkt og Þór/KA, kom öllum á óvart og getur verið afar stolt af frammistöðu sinni í sumar. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Þór/KA-Selfoss 9-0 | Þór/KA Íslandsmeistari í fyrsta sinn Þór/KA er Íslandsmeistari kvenna í fótbolta í fyrsta skipti eftir 9-0 stórsigur á Selfossi á Akureyri í 17. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Þór/KA-liðið skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og raðaði síðan inn mörkum í seinni hálfleiknum. Sandra María Jessen og Katrín Ásbjörnsdóttir voru báðar með þrennu fyrir Þór/KA í kvöld og Kayle Grimsley lagði upp fimm af mörkum liðsins. 4. september 2012 13:56 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Körfubolti Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Sjá meira
Þrátt fyrir 9-0 tap fyrir Þór/KA í kvöld gátu Selfyssingar fagnað í leikslok. Sigur FH á Fylki í Hafnarfirði þýddi að liðið hélt sæti sínu í deildinni þvert á allar spár. Afar áhugavert hefur verið að fylgjast með gengi Selfyssinga í sumar. Liðið hefur spilað flottan fótbolta sem hefur þó komið sér í koll gegn stærri félögunum. Liðið hefur tapað leikjum stórt, líkt og í kvöld, en þegar liðið mætir liðunum í neðri hlutanum hefur sjálfstraust í sóknaruppbyggingu liðsins borið árangur. „Ég sagði við stelpurnar að þegar þær væru búnar að fara í sturtu og klæða sig myndu þær átta sig á því sem við höfum gert," sagði Björn Kristinn Björnsson þjálfari Selfoss í leikslok. Selfossliðið er ungt að árum en liðið lék í sumar í fyrsta sinn meðal þeirra bestu. Markatala liðsins er verst allra liða í deildinni, raunar langverst, en liðið hefur aldrei bognað og gerði í raun ekki í kvöld ef miðað er við hvernig fótbolta liðið leggur upp með að spila. Þrátt fyrir að fá hvert markið í andlitið á fætur öðru hélt liðið áfram að spila flottan fótbolta. Í raun er rannsóknarefni útaf fyrir sig hvernig liðinu tókst ekki að skora úr öllum þeim færum sem liðið skapaði sér eftir fallegt spil. Lítið var um fagnaðarlæti hjá leikmönnum liðsins í leikslok en vænta má að öllu léttara er yfir stelpunum sem nú sitja í rútu á leiðinni suður á nýjan leik. Frábær frammistaða hjá Selfossi, sem líkt og Þór/KA, kom öllum á óvart og getur verið afar stolt af frammistöðu sinni í sumar.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Þór/KA-Selfoss 9-0 | Þór/KA Íslandsmeistari í fyrsta sinn Þór/KA er Íslandsmeistari kvenna í fótbolta í fyrsta skipti eftir 9-0 stórsigur á Selfossi á Akureyri í 17. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Þór/KA-liðið skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og raðaði síðan inn mörkum í seinni hálfleiknum. Sandra María Jessen og Katrín Ásbjörnsdóttir voru báðar með þrennu fyrir Þór/KA í kvöld og Kayle Grimsley lagði upp fimm af mörkum liðsins. 4. september 2012 13:56 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Körfubolti Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Sjá meira
Umfjöllun: Þór/KA-Selfoss 9-0 | Þór/KA Íslandsmeistari í fyrsta sinn Þór/KA er Íslandsmeistari kvenna í fótbolta í fyrsta skipti eftir 9-0 stórsigur á Selfossi á Akureyri í 17. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Þór/KA-liðið skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og raðaði síðan inn mörkum í seinni hálfleiknum. Sandra María Jessen og Katrín Ásbjörnsdóttir voru báðar með þrennu fyrir Þór/KA í kvöld og Kayle Grimsley lagði upp fimm af mörkum liðsins. 4. september 2012 13:56