Ótrúlegt hve hratt Google lærði íslensku Breki Logason skrifar 3. september 2012 22:51 Í síðasta mánuði gátu Íslendingar byrjað að tala íslensku við Google leitarvélina. Fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins og lektor við Háskólann í Reykjavík eru mennirnir á bakvið hugmyndina, sem þeir segja í upphafi hafa verið líkasta draumi. Í raun sé ótrúlegt hversu fljótt þeir náðu að kenna íslenskuna. Hingað til hefur það ekki talist neitt tiltökumál að tala íslensku í símann. Þannig hefur maður getað rætt við vini og vandamenn um nánast hvað sem er á hinu ástkæra og ylhýra. En nú getur maður talað íslensku við internetið í símanum. Þannig getur maður spurt sjálfan Google um nánast hvað sem er. Þetta eru þeir Trausti og Jón. Mennirnir á bakvið tungumálakunnáttu Google, sem nú í ágúst byrjaði að skilja íslensku. Íslenska er ekki beint efst á lista hjá Google en Trausti var þar starfsmaður og ýtti á eftir sínu móðurmáli. Hann leitaði til Jóns sem í samvinnu við fleiri hóf söfnun á íslenskum setningum. „Fyrst létum við einhverja fá síma og vonuðumst til að þeir söfnuðu. Það gekk voða hægt. Svo sátum við fyrir gestum og gangandi hérna í HR og veiddum inn fólk. Þá gekk þetta aðeins," segir Jón Guðnason, lektor við HR. en það komst ekki skriður á söfnunina fyrr en fyrirtæki og stofnanir hoppuðu um borð. Á endanum voru þetta um 230 þúsund setningar sem söfnuðust hjá rúmlega 500 manns. Íslenskan virkar vel að sögn strákanna en þeir vildu fá eins marga og þeir gátu til þess að tala eins fjölbreytt íslenskt mál og hægt er. Tölvan lærir síðan nokkurskonar meðaltals íslensku, og þjálfar sig í að tengja hljóð og texta. Og þeir eru óneitanlega stoltir. „Ég er búinn að vera í talgreiningu núna í 15 ár. Gerði fyrst talgervil. Þetta var lokatakmarkið. Ég vildi ekki fara frá Google fyrr en þetta yrði að veruleika," segir Trausti Kristjánsson, stofnandi. „Við erum með svona svipaðan bakgrunn við Trausti. Ég var í svona svipuðum sporum og hann. Þetta var draumur þegar maður kom út úr meistaranámi og eitthvað sem maður ætlaði að vinna að. Talgreining var augljóslega komin af stað. En það að ná talgreiningu fyrir íslensku var bara fjarlægur draumur. Og það er í raun bara ótrúlegt hvað við náðum þessu á stuttum tíma," segir Jón. Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Í síðasta mánuði gátu Íslendingar byrjað að tala íslensku við Google leitarvélina. Fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins og lektor við Háskólann í Reykjavík eru mennirnir á bakvið hugmyndina, sem þeir segja í upphafi hafa verið líkasta draumi. Í raun sé ótrúlegt hversu fljótt þeir náðu að kenna íslenskuna. Hingað til hefur það ekki talist neitt tiltökumál að tala íslensku í símann. Þannig hefur maður getað rætt við vini og vandamenn um nánast hvað sem er á hinu ástkæra og ylhýra. En nú getur maður talað íslensku við internetið í símanum. Þannig getur maður spurt sjálfan Google um nánast hvað sem er. Þetta eru þeir Trausti og Jón. Mennirnir á bakvið tungumálakunnáttu Google, sem nú í ágúst byrjaði að skilja íslensku. Íslenska er ekki beint efst á lista hjá Google en Trausti var þar starfsmaður og ýtti á eftir sínu móðurmáli. Hann leitaði til Jóns sem í samvinnu við fleiri hóf söfnun á íslenskum setningum. „Fyrst létum við einhverja fá síma og vonuðumst til að þeir söfnuðu. Það gekk voða hægt. Svo sátum við fyrir gestum og gangandi hérna í HR og veiddum inn fólk. Þá gekk þetta aðeins," segir Jón Guðnason, lektor við HR. en það komst ekki skriður á söfnunina fyrr en fyrirtæki og stofnanir hoppuðu um borð. Á endanum voru þetta um 230 þúsund setningar sem söfnuðust hjá rúmlega 500 manns. Íslenskan virkar vel að sögn strákanna en þeir vildu fá eins marga og þeir gátu til þess að tala eins fjölbreytt íslenskt mál og hægt er. Tölvan lærir síðan nokkurskonar meðaltals íslensku, og þjálfar sig í að tengja hljóð og texta. Og þeir eru óneitanlega stoltir. „Ég er búinn að vera í talgreiningu núna í 15 ár. Gerði fyrst talgervil. Þetta var lokatakmarkið. Ég vildi ekki fara frá Google fyrr en þetta yrði að veruleika," segir Trausti Kristjánsson, stofnandi. „Við erum með svona svipaðan bakgrunn við Trausti. Ég var í svona svipuðum sporum og hann. Þetta var draumur þegar maður kom út úr meistaranámi og eitthvað sem maður ætlaði að vinna að. Talgreining var augljóslega komin af stað. En það að ná talgreiningu fyrir íslensku var bara fjarlægur draumur. Og það er í raun bara ótrúlegt hvað við náðum þessu á stuttum tíma," segir Jón.
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira