Ótrúlegt hve hratt Google lærði íslensku Breki Logason skrifar 3. september 2012 22:51 Í síðasta mánuði gátu Íslendingar byrjað að tala íslensku við Google leitarvélina. Fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins og lektor við Háskólann í Reykjavík eru mennirnir á bakvið hugmyndina, sem þeir segja í upphafi hafa verið líkasta draumi. Í raun sé ótrúlegt hversu fljótt þeir náðu að kenna íslenskuna. Hingað til hefur það ekki talist neitt tiltökumál að tala íslensku í símann. Þannig hefur maður getað rætt við vini og vandamenn um nánast hvað sem er á hinu ástkæra og ylhýra. En nú getur maður talað íslensku við internetið í símanum. Þannig getur maður spurt sjálfan Google um nánast hvað sem er. Þetta eru þeir Trausti og Jón. Mennirnir á bakvið tungumálakunnáttu Google, sem nú í ágúst byrjaði að skilja íslensku. Íslenska er ekki beint efst á lista hjá Google en Trausti var þar starfsmaður og ýtti á eftir sínu móðurmáli. Hann leitaði til Jóns sem í samvinnu við fleiri hóf söfnun á íslenskum setningum. „Fyrst létum við einhverja fá síma og vonuðumst til að þeir söfnuðu. Það gekk voða hægt. Svo sátum við fyrir gestum og gangandi hérna í HR og veiddum inn fólk. Þá gekk þetta aðeins," segir Jón Guðnason, lektor við HR. en það komst ekki skriður á söfnunina fyrr en fyrirtæki og stofnanir hoppuðu um borð. Á endanum voru þetta um 230 þúsund setningar sem söfnuðust hjá rúmlega 500 manns. Íslenskan virkar vel að sögn strákanna en þeir vildu fá eins marga og þeir gátu til þess að tala eins fjölbreytt íslenskt mál og hægt er. Tölvan lærir síðan nokkurskonar meðaltals íslensku, og þjálfar sig í að tengja hljóð og texta. Og þeir eru óneitanlega stoltir. „Ég er búinn að vera í talgreiningu núna í 15 ár. Gerði fyrst talgervil. Þetta var lokatakmarkið. Ég vildi ekki fara frá Google fyrr en þetta yrði að veruleika," segir Trausti Kristjánsson, stofnandi. „Við erum með svona svipaðan bakgrunn við Trausti. Ég var í svona svipuðum sporum og hann. Þetta var draumur þegar maður kom út úr meistaranámi og eitthvað sem maður ætlaði að vinna að. Talgreining var augljóslega komin af stað. En það að ná talgreiningu fyrir íslensku var bara fjarlægur draumur. Og það er í raun bara ótrúlegt hvað við náðum þessu á stuttum tíma," segir Jón. Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Í síðasta mánuði gátu Íslendingar byrjað að tala íslensku við Google leitarvélina. Fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins og lektor við Háskólann í Reykjavík eru mennirnir á bakvið hugmyndina, sem þeir segja í upphafi hafa verið líkasta draumi. Í raun sé ótrúlegt hversu fljótt þeir náðu að kenna íslenskuna. Hingað til hefur það ekki talist neitt tiltökumál að tala íslensku í símann. Þannig hefur maður getað rætt við vini og vandamenn um nánast hvað sem er á hinu ástkæra og ylhýra. En nú getur maður talað íslensku við internetið í símanum. Þannig getur maður spurt sjálfan Google um nánast hvað sem er. Þetta eru þeir Trausti og Jón. Mennirnir á bakvið tungumálakunnáttu Google, sem nú í ágúst byrjaði að skilja íslensku. Íslenska er ekki beint efst á lista hjá Google en Trausti var þar starfsmaður og ýtti á eftir sínu móðurmáli. Hann leitaði til Jóns sem í samvinnu við fleiri hóf söfnun á íslenskum setningum. „Fyrst létum við einhverja fá síma og vonuðumst til að þeir söfnuðu. Það gekk voða hægt. Svo sátum við fyrir gestum og gangandi hérna í HR og veiddum inn fólk. Þá gekk þetta aðeins," segir Jón Guðnason, lektor við HR. en það komst ekki skriður á söfnunina fyrr en fyrirtæki og stofnanir hoppuðu um borð. Á endanum voru þetta um 230 þúsund setningar sem söfnuðust hjá rúmlega 500 manns. Íslenskan virkar vel að sögn strákanna en þeir vildu fá eins marga og þeir gátu til þess að tala eins fjölbreytt íslenskt mál og hægt er. Tölvan lærir síðan nokkurskonar meðaltals íslensku, og þjálfar sig í að tengja hljóð og texta. Og þeir eru óneitanlega stoltir. „Ég er búinn að vera í talgreiningu núna í 15 ár. Gerði fyrst talgervil. Þetta var lokatakmarkið. Ég vildi ekki fara frá Google fyrr en þetta yrði að veruleika," segir Trausti Kristjánsson, stofnandi. „Við erum með svona svipaðan bakgrunn við Trausti. Ég var í svona svipuðum sporum og hann. Þetta var draumur þegar maður kom út úr meistaranámi og eitthvað sem maður ætlaði að vinna að. Talgreining var augljóslega komin af stað. En það að ná talgreiningu fyrir íslensku var bara fjarlægur draumur. Og það er í raun bara ótrúlegt hvað við náðum þessu á stuttum tíma," segir Jón.
Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira