Hlynur Geir: Stefndi á að vera stigameistari | ætlar að draga úr keppnisgolfinu Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 2. september 2012 18:07 "Ég er mjög sáttur við þetta tímabil,“ sagði Hlynur Geir Hjartarson úr Golfklúbbi Selfoss eftir að hann tryggði sér stigameistaratitilinn á Eimskipsmótaröðinni í golfi í dag. Hlynur endaði í fjórða sæti á síðasta stigamóti ársins, Símamótinu, sem lauk í Grafarholti í dag en þetta er í þriðja sinn sem Hlynur Geir verður stigameistari. "Ég stefndi á að verða stigameistari en ég held að þetta verði síðasta tímabilið hjá mér með þessum hætti. Ég ætla að einbeita mér að öðrum hlutum en ég mun alltaf mæta á Íslandsmótið í höggleik og reyna að landa þeim stóra – sem ég á eftir að gera. Þetta er orðið ágætt í bili,“ bætti Hlynur við. "Ég hef varla æft neitt af viti í sumar enda nóg að gera í því að ala upp afrekskylfinga á Selfossi auk þess að ala upp börnin mín. Þið munuð bara sjá mig á einu og einu móti á næstu árum. Ætli veðurspáin muni ekki ráða mestu um það,“ bætti Hlynur við og glotti. "Ég fór þetta á reynslunni í sumar og ágætlegu líkamlegu atgervi. Tæknilega og sveiflulega var ég ekki eins góður og áður en andlegi þátturinn var mun sterkari,“ sagði Hlynur Geir. Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
"Ég er mjög sáttur við þetta tímabil,“ sagði Hlynur Geir Hjartarson úr Golfklúbbi Selfoss eftir að hann tryggði sér stigameistaratitilinn á Eimskipsmótaröðinni í golfi í dag. Hlynur endaði í fjórða sæti á síðasta stigamóti ársins, Símamótinu, sem lauk í Grafarholti í dag en þetta er í þriðja sinn sem Hlynur Geir verður stigameistari. "Ég stefndi á að verða stigameistari en ég held að þetta verði síðasta tímabilið hjá mér með þessum hætti. Ég ætla að einbeita mér að öðrum hlutum en ég mun alltaf mæta á Íslandsmótið í höggleik og reyna að landa þeim stóra – sem ég á eftir að gera. Þetta er orðið ágætt í bili,“ bætti Hlynur við. "Ég hef varla æft neitt af viti í sumar enda nóg að gera í því að ala upp afrekskylfinga á Selfossi auk þess að ala upp börnin mín. Þið munuð bara sjá mig á einu og einu móti á næstu árum. Ætli veðurspáin muni ekki ráða mestu um það,“ bætti Hlynur við og glotti. "Ég fór þetta á reynslunni í sumar og ágætlegu líkamlegu atgervi. Tæknilega og sveiflulega var ég ekki eins góður og áður en andlegi þátturinn var mun sterkari,“ sagði Hlynur Geir.
Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira