Nicklas Bendtner er loksins búinn að finna sér lið en hann verður í láni hjá ítalska liðinu Juventus í vetur. Bendtner á tvö ár eftir af samningi sínum við Arsenal en á sér enga framtíð hjá Emirates og var búinn að vera að leita sér að liði í allt haust.
Bendtner er nú kominn til ítölsku meistaranna í Juventus og gæti spilað sinn fyrsta leik í dag þegar liðið heimsækir Udinese í ítölsku úrvalsdeildinni.
Það vakti mikla athygli hjá ítölsku pressunni að danski framherjinn ákvað að velja sér númerið 17 á búninginn sinn en sautján er ólukkunúmer á Ítalíu.
Ekki er ljóst hvort Bendtner sé að storka örlögunum eða hvort að hann vilji spila í sama númeri og Frakkinn David Trezeguet sem skoraði 135 mörk í 245 leikjum í þessu númeri með Juve á árunum 1999 til 2010.
Það gekk vel hjá Trezeguet að storka örlögunum á Ítalíu og nú er að sjá hvernig gengur hjá danska landsliðsmanninum. Þetta er annað tímabilið í röð sem Bendtner fer á láni en hann var með 8 mörk í 29 leikjum með Sunderland á síðustu leiktíð.
Bendtner valdi sér ólukkunúmerið hjá Juventus
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið






„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti

Tatum með slitna hásin
Körfubolti


Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn
Fleiri fréttir
