92 sentimetra tröll í Affallinu Kristján Hjálmarsson skrifar 20. september 2012 08:00 Ólafur með hænginn væna úr Affallinu. Mynd/Hjálmar Árnason Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólastjóri Fisktækniskólans, veiddi 92 sentimetra hæng í Affallinu í Landeyjum á sunnudaginn var. Fiskurinn er sá stærsti sem komið hefur úr ánni í sumar, svo vitað sé. Ólafur var í sjö manna veiðihópi sem gerði víðreist um ána frá sunnudegi til þriðjudags. Ólafur var einn á stöng og krækti í ferlíkið rétt fyrir neðan veiðistað fimm. Það tók hann um tuttugu mínútur að landa tröllinu og var Ólafur að vonum ánægður með fenginn. Hængurinn tók túbu, einhverskonar sambland af rauðum frances og appelsínugulri snældu. Veiðifélagar Ólafs fengu hver sinn fiskinn, þrjá laxa og þrjá sjóbirtinga, þeir stærstu um fimm pund. Ekki urðu veiðimenn varir við mikinn fisk í ánni en veðrið var heldur ekki það ákjósanlegasta, köld norðanátt og glaða sólskin. Ekki bætti svo úr skák að næturfrostið gerði vart við sig. Stangveiði Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Túnin víða svört af gæs Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiði sumarsins á hátíðarborðið Veiði
Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólastjóri Fisktækniskólans, veiddi 92 sentimetra hæng í Affallinu í Landeyjum á sunnudaginn var. Fiskurinn er sá stærsti sem komið hefur úr ánni í sumar, svo vitað sé. Ólafur var í sjö manna veiðihópi sem gerði víðreist um ána frá sunnudegi til þriðjudags. Ólafur var einn á stöng og krækti í ferlíkið rétt fyrir neðan veiðistað fimm. Það tók hann um tuttugu mínútur að landa tröllinu og var Ólafur að vonum ánægður með fenginn. Hængurinn tók túbu, einhverskonar sambland af rauðum frances og appelsínugulri snældu. Veiðifélagar Ólafs fengu hver sinn fiskinn, þrjá laxa og þrjá sjóbirtinga, þeir stærstu um fimm pund. Ekki urðu veiðimenn varir við mikinn fisk í ánni en veðrið var heldur ekki það ákjósanlegasta, köld norðanátt og glaða sólskin. Ekki bætti svo úr skák að næturfrostið gerði vart við sig.
Stangveiði Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Túnin víða svört af gæs Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Veiði sumarsins á hátíðarborðið Veiði