Fótbolti

Meistaradeildin: Rooney gæti verið á bekknum hjá Man Utd í kvöld

Wayne Rooney, framherji enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United, hefur náð sér af þeim meiðslum sem hann varð fyrir í leik gegn Fulham þann 25. ágúst s.l. Þar fékk enski landsliðsmaðurinn stóran skurð á lærið og var búist við að hann yrði ekki leikfær fyrr en í október.
Wayne Rooney, framherji enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United, hefur náð sér af þeim meiðslum sem hann varð fyrir í leik gegn Fulham þann 25. ágúst s.l. Þar fékk enski landsliðsmaðurinn stóran skurð á lærið og var búist við að hann yrði ekki leikfær fyrr en í október. Nordic Photos / Getty Images
Wayne Rooney, framherji enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United, hefur náð sér af þeim meiðslum sem hann varð fyrir í leik gegn Fulham þann 25. ágúst s.l. Þar fékk enski landsliðsmaðurinn stóran skurð á lærið og var búist við að hann yrði ekki leikfær fyrr en í október. Rooney hefur æft með liðinu undanfarna fimm daga og svo gæti farið að hann yrði í leikmannahópnum í kvöld í Meistaradeildinni gegn Galatasaray frá Tyrklandi. Hinn 26 ára gamli Rooney fékk stóran skurð á lærið eftir samstuð við Hugo Rodallega leikmann Fulham. Talið er að Rooney verði örugglega klár í slaginn gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en sá leikur fer fram á sunnudaginn. Leikur Man Utd og Galatasaray verður sýndur á Stöð 2 sport HD í kvöld og hefst leikurinn kl. 18.45. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst kl. 18.00 þar sem að Þorsteinn J. mun ræða málin við sérfræðinga þáttarins. Dagskrá kvöldsins á Stöð 2 sport: 18:00 Upphitun: Þorsteinn J. og gestir | Stöð 2 sport HD 18:45 Chelsea - Juventus (opin dagskrá) | Sport 3 18:45 Man. Utd. – Galatasaray | Stöð 2 sport HD 18:45 Barcelona - Spartak Moskva| Sport 3 20:45 Meistaramörkin: Þorsteinn J. og gestir (opin dagskrá) | Stöð 2 sport HD



Fleiri fréttir

Sjá meira


×