Laxinn hefur gefið sig í Tungufljóti Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. september 2012 09:15 Þessi 79 sentimetra hrygna veiddist í Syðra-Hólma um síðustu helgi. Mynd / Garðar Örn Úlfarsson Samkvæmt veiðibókinni í Tungufljóti í Skaftárhreppi veiddust 23 laxar í þessari rómuðu sjóbirtingsá frá því í byrjun ágúst og fram til 16 september. Lax er drjúgur meðafli í Tungufljóti. Ekki spillir fyrir að laxinn mætir gjarnan fyrr en sjóbirtingurinn sýnir sig að ráði. Þannig veiddust sex laxar frá 9. til 15. ágúst. Sá stærsti var alger risi, 96 sentimetrar og vigtaður 6,7 kíló. Hann fékkst í Klapparhyl á gulan Nobbler. Fjórir aðrir veiddust í Klapparhylnum á þessu tímabili og einn í Bjarnarfossi. Dagana 24. til 27. ágúst kom svo aftur kippur í laxveiðina. Þessa daga eru skráðir níu laxar í veiðibókina. Þeir veiddust í Klapparhyl, Breiðufor og Búrhyl. Í þessum mánuði komu 8 laxar á land fram til 16. september, þar af sex í hollinu 14. til 16. september. Sá stærsti af þessum löxum veiddist 15. september í Syðri-Hólma. Sá var 79 sentimetrar og áætlaður tólf pund. Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði
Samkvæmt veiðibókinni í Tungufljóti í Skaftárhreppi veiddust 23 laxar í þessari rómuðu sjóbirtingsá frá því í byrjun ágúst og fram til 16 september. Lax er drjúgur meðafli í Tungufljóti. Ekki spillir fyrir að laxinn mætir gjarnan fyrr en sjóbirtingurinn sýnir sig að ráði. Þannig veiddust sex laxar frá 9. til 15. ágúst. Sá stærsti var alger risi, 96 sentimetrar og vigtaður 6,7 kíló. Hann fékkst í Klapparhyl á gulan Nobbler. Fjórir aðrir veiddust í Klapparhylnum á þessu tímabili og einn í Bjarnarfossi. Dagana 24. til 27. ágúst kom svo aftur kippur í laxveiðina. Þessa daga eru skráðir níu laxar í veiðibókina. Þeir veiddust í Klapparhyl, Breiðufor og Búrhyl. Í þessum mánuði komu 8 laxar á land fram til 16. september, þar af sex í hollinu 14. til 16. september. Sá stærsti af þessum löxum veiddist 15. september í Syðri-Hólma. Sá var 79 sentimetrar og áætlaður tólf pund.
Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði