Enn þokast ekkert í launadeilu NFL-deildarinnar og dómara. Varadómarar dæmdu í fyrstu umferðinni og NFL hefur gert ráðstafanir til þess að halda þeim fyrstu fimm vikurnar.
Það verður seint sagt að varadómararnir hafi slegið í gegn því þeir gerðu urmul af mistökum og var lítil hamingja með þeirra þáttöku hjá liðunum.
Á meðan deilan er í hnút verða liðin að sætta sig við óbreytt ástand.
Það gerðist síðast árið 2001 að varadómarar þurftu að taka slaginn en þá dæmdu þeir aðeins fyrstu umferðina.
