Dómarar voru aldrei þessu vant nokkuð í sviðsljósinu í NFL-deildinni í gær. Það var viðbúið enda varadómarar með flautuna og flöggin en launadeila kom í veg fyrir að aðaldómarar deildarinnar væru á staðnum.
NFL-dómarar eru þekktir fyrir að vera ótrúlega naskir og gera nánast aldrei mistök í erfiðum og hröðum leik. Margir söknuðu þeirra um helgina.
Varadómararnir gáfu meðal annars liði Seattle aukaleikhlé í leiknum gegn Arizona. Einfaldlega af því þeir voru ekki með reglurnar á hreinu.
Bæði San Francisco og Green Bay voru hundóánægð með dómgæslunni í þeirra leik enda nokkuð skrautleg.
Ljóst er að það verður mikil pressa á forráðamönnum deildarinnar að semja við dómara í vikunni svo ekki verði fleiri skrautlegar uppákomur um næstu helgi.
