Dómarar voru aldrei þessu vant nokkuð í sviðsljósinu í NFL-deildinni í gær. Það var viðbúið enda varadómarar með flautuna og flöggin en launadeila kom í veg fyrir að aðaldómarar deildarinnar væru á staðnum.
NFL-dómarar eru þekktir fyrir að vera ótrúlega naskir og gera nánast aldrei mistök í erfiðum og hröðum leik. Margir söknuðu þeirra um helgina.
Varadómararnir gáfu meðal annars liði Seattle aukaleikhlé í leiknum gegn Arizona. Einfaldlega af því þeir voru ekki með reglurnar á hreinu.
Bæði San Francisco og Green Bay voru hundóánægð með dómgæslunni í þeirra leik enda nokkuð skrautleg.
Ljóst er að það verður mikil pressa á forráðamönnum deildarinnar að semja við dómara í vikunni svo ekki verði fleiri skrautlegar uppákomur um næstu helgi.
Varadómararnir stóðu sig ekki vel um helgina

Mest lesið





Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms
Íslenski boltinn



Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

