Að vera dómari í íþróttum er líklega eitt vanþakklátasta starf sem til er. Skiptir nánast engu í hvaða íþrótt það er, dómarar fá nánast aldrei klapp á bakið og eru oftar en ekki hataðir. Þeir eru ekki margir sem eiga sér uppáhaldsdómara.
Það þótti því mikið fréttaefni er áhorfendur í Baltimore stóðu upp fyrir dómurunum fyrir leik Baltimore Ravens og Cleveland Browns í NFL-deildinni í gær.
Það á sér sínar ástæður. Dómarar deildarinnar hafa verið í verkfalli og á meðan hafa varadómarar séð um dómgæslu í deildinni með skelfilegum árangri.
Fyrsti leikur alvöru dómaranna var í gær. Er þeir gengu inn á völlinn stóðu allir áhorfendur upp og fögnuðu þeim í margar mínútur. Afar sérstök uppákoma.
"Maður fékk hreinlega kökk í hálsinn yfir þessum móttökum frá 50 þúsund manns," sagði aðaldómari leiksins, Gene Steratore.
Leikmenn fögnuðu þeim einnig margir þeirra hreinlega föðmuðu dómaranna fyrir leik.
Ravens vann leikinn, 23-17.
Undur og stórmerki | Staðið upp fyrir dómurunum

Mest lesið



West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan
Enski boltinn


Skagamenn upp í Bónus deild karla
Körfubolti


Amman fékk að hitta Steph Curry
Körfubolti


