Handbolti

Pekarskyte valin í landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ramune Pekarskyte mun leika sinn fyrsta landsleik fyrir Íslands hönd þegar að liðið leikur æfingaleiki gegn Svíum og Norðmönnum í næstu viku.

Pekarskyte lék lengi með Haukum hér á landi en hún er nú á mála hjá Levanger í Noregi, sem Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari stýrði áður. Hún fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrr á þessu ári og er nú gjaldgeng í íslenska landsliðið.

Landsliðið verður við æfingar í Svíþjóð og Noregi í næstu viku og mætir svo Svíum í tveimur æfingaleikjum í Gautaborg. Liðið heldur svo til Noregs og mætir svokölluðu B-landsliði Norðmanna en það verður einungis skipað leikmönnum sem spila í Noregi.

Pekarskyte kemur til móts við liðið í Noregi, eftir því sem fram kemur í fréttatilkynningu HSÍ.

Hópurinn er eftirfarandi:

Markmenn:

Guðný Jenný Ásmundsdóttir, Valur

Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir, HK

Aðrir Leikmenn:

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Valur

Arna Sif Pálsdóttir, Aalborg

Ásta Birna Gunnardóttir, Fram

Dagný Skúladóttir, Valur

Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Stjarnan

Hildigunnur Einarsdóttir, Tertnes

Hildur Þorgeirsdóttir, Blomberg Lippe

Hrafnhildur Skúladóttir, Valur

Karen Knútsdóttir, Blomberg Lippe

Ramune Pekaskyte, Levanger

Rut Jónsdóttir, Tvis Holstebro

Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Fram

Stella Sigurðardóttir, Fram

Þórey Rósa Stefánsdóttir, Tvis Holstebro




Fleiri fréttir

Sjá meira


×