Handbolti

Snorri sagður á leið til GOG

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson er í dag orðaður við sitt gamla félag, GOG, í dönskum fjölmiðlum. Snorri hefur verið án félags síðan að stórliðið AG fór á hausinn í sumar.

Danska blaðið Ekstrabladet segir að GOG sé að leita að leikstjórnanda eftir að félagið seldi Henrik Knudsen til félags í Hvíta-Rússlandi.

Hann lék með GOG frá 2007 til 2009 áður en hann gekk í raðir Rhein-Neckar Löwen. Þar var hann í eitt ár áður en hann samdi við AG.

Snorri er eini leikmaður AG sem á enn eftir að finna sér nýtt félag, fyrir utan Steinar Ege sem lagði skóna á hilluna í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×