Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Snæfell 72-78 | Snæfell Lengjubikarmeistari Óskar Ófeigur Jónsson í Keflavík skrifar 27. september 2012 20:03 Hildur Sigurðardóttir með bikarinn. Mynd/ÓskarÓ Snæfellskonur unnu fyrsta titilinn í kvennakörfunni eftir sex stiga sigur á Keflavík, 78-72, í æsispennandi úrslitaleik Lengjubikars kvenna sem fram fór í Toyotahöllinni í Keflavík í kvöld. Þetta er fyrstu titill kvennaliðs Snæfells. Liðin áttu bæði góða spretti og lentu einnig bæði í því að missa miður tíu stiga forskot en Snæfell var sterkari á lokasprettinum. Alda Leif Jónsdóttir skoraði 19 stig fyrir Snæfell en hún setti niður 5 af 6 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Hildur Björg Kjartansdóttir (17 stig, 13 fráköst, 6 stoðsendingar) og Kieraah Marlow (15 stig, 13 fráköst, 9 stoðsendingar) voru einnig mjög öflugar inn í teig í þessum leik. Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 22 stig fyrir Keflavík og Pálína Gunnlaugsdóttir var með 14 stig en 10 þeirra komu ó fyrsta leikhlutanum. Ingunn Embla Kristínardóttir var einnig mjög góð með 12 stig og 6 stoðsendingar. Keflavíkurkonur tóku frumkvæðið um miðjan fyrsta leikhluta eftir jafnar upphafsmínútur og voru komnar með átta stiga forskot við lok hans, 27-18. Pálína Gunnlaugsdóttir fór á kostum í leikhlutanum og var komin með 10 stig og 4 stoðsendingar eftir aðeins tíu mínútna leik. Keflavík skoraði fyrstu körfu annars leikhlutans en þá fóru Snæfellskonur í gang, unnu næstu fjórar mínútur 12-0 og komust yfir í 31-29. Kieraah Marlow var stigalaus í fyrsta leikhlutanum en skoraði fimm stig á þessum kafla. Keflavíkurliðið komst aftur fjórum stigum yfir, 37-33, en Snæfellsliðið skoraði fimm síðustu stig hálfleiksins og leiddi með einu stigi í hálfleik, 38-37. Snæfellsliðið átti því tvo góða spretti í öðrum leikhlutanum sem skilaði liðinu naumu forskoti í hálfleik. Berglind Gunnarsdóttir skoraði 9 stig fyrir Snæfell í fyrri hálfleik og Hildur Björg Kjartansdóttir er með 8 stig og 5 fráköst. Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði mest hjá Keflavík í fyrri hálfleiknum eða 10 stig en Sara Rún Hinriksdóttir var komin með 8 stig og 5 fráköst. Snæfell byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og var komið í 52-43 eftir rúmar fjórar mínútur eftir annan 12-0 sprett. Alda Leif Jónsdóttir setti niður tvo þrista á fyrstu fimm mínútur leikhlutans og hjálpaði Snæfellsliðinu að komast tíu stigum yfir, 55-45. Keflavíkurliðið gafst ekki upp, svaraði með því að skora tólf næstu stig og ná 57-55 forystu fyrir lokaleikhlutann. Sara Rún Hinriksdóttir var öflug á þessum kafla en hún var með sjö af þessum tólf stigum. Alda Leif setti niður tvo þrista í upphafi fjórða leikhluta og kom Snæfelli aftur yfir í 61-60. Lokamínúturnar voru síðan æsispennandi þar sem liðin skiptust á að hafa forystuna. Snæfell náði góðum spretti í lokin og fjögur stig liðsins í röð á stuttum tíma skilaði liðinu 74-69 forystu þegar 68 sekúndur voru eftir af leiknum. Hildur Sigurðardóttir fór langt með að gulltryggja sigurinn með körfu 40 sekúndum fyrir leikslok og Snæfellsliðið landaði sigrinum.Keflavík-Snæfell 72-78 (27-19, 10-19, 20-17, 15-23)Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 22/6 fráköst/5 stoðsendingar, Pálína Gunnlaugsdóttir 14/5 fráköst/5 stolnir, Ingunn Embla Kristínardóttir 12/4 fráköst/6 stoðsendingar, Sandra Lind Þrastardóttir 10, Bryndís Guðmundsdóttir 6/11 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 6, Aníta Eva Viðarsdóttir 2.Snæfell: Alda Leif Jónsdóttir 19/4 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 17/13 fráköst/6 stoðsendingar, Kieraah Marlow 15/13 fráköst/9 stoðsendingar, Berglind Gunnarsdóttir 14, Hildur Sigurdardottir 8/8 fráköst/5 stolnir, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3, Rósa Indriðadóttir 2. Hildur: Alltaf mjög gaman að koma í Keflavík og vinna"Það er fínt að vera kominn með fyrsta titilinn en það er nóg eftir. Það var haustbragur á þessu ennþá og það var því fínt að klára þennan titil," sagði Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði Snæfells eftir leikinn. "Það er margt sem þarf að laga hjá báðum liðum því ég efast um að Keflvíkingar séu sáttir með sinn leik. Við erum með ánægðar með að vinna en leikurinn var ekkert rosalega góður hjá okkur," sagði Hildur en Snæfell þurfti að spila þennan úrslitaleik á útivelli. "Það er alltaf mjög gaman að koma í Keflavík og vinna leik. Það er alltaf rosa gaman. Þetta gefur okkur aukið sjálfstraust enda komnar með titla í hús. Karlalið Snæfells hefur verið að koma með bikara heima í Hólminn undanfarin ár en nú er kvennaliðið komið með titil líka sem er bara flott. Það var verkefni að keyra alla leið í Keflavík í úrslitaleik á heimvöll þeirra. Það er alvöru verkefni," sagði Hildur. "Við vorum að setja niður mikilvægar körfur á lokamínútunum og stela boltum og annað. Það skilaði sér. Hildur Björg og Kieraah voru mjög öflugar inn í teig og Alda var síðan að raða niður þristum. Það er frábært þegar við erum bæði að fá framlag inn í teig og fyrir utan. Þetta lítur verl út. Við erum með sterkan hóp og mjög góða leikmenn," sagði Hildur. Pálína: Við vorum bara pínulítið hræddar i dag"Þetta er mjög svekkjandi. Við vorum bara pínulítið hræddar i dag og það var ástæðan að við náðum ekki að fylgja þessu alveg í gegn. Við vorum ragar á móti svæðinu í lokin og þær voru að spila fast. Mér fannst ekki hafa nógu góð svör við svæðisvörninni þeirra," sagði Pálína Gunnlaugsdóttir, fyrirliði Keflavíkurliðsins. Keflavík lenti tíu stigum undir í þriðja leiklutanum en tókst að koma til baka og ná forystunni fyrir lokaleikhlutann. ""Við komum til baka, gáfum aðeins í og náðum fimm stiga forskoti. Við náðum ekki að halda því, þær þjöppuðu sér saman og fóru að spila miklu fastar," sagði Pálína. "Mér lýst bara mjög vel á þetta hjá okkur. Við eigum eftir að vinna í fjölmörgu hjá okkur og erum bara nýbyrjarðar. Kaninn á síðan eftir að koma og ég held að þetta verði hörku skemmtilegur vetur," sagði Pálína. Birna Valgarðsdóttir lék ekki með Keflavík í kvöld og munaði um minna. "Það munar um Birnu ekki síst upp á reynsluna enda er hún langelst í liðinu. Það vantaði líka kannski reynslu í lokin til að klára þetta. Við lærum bara af þessu því við erum með ungt lið og það er bara skemmtilegt," sagði Pálína. Ingi Þór: Þessi titill gefur stelpunum og stjórnarfólkinu heima alveg gríðarlega mikiðIngi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfellsliðsins, gerði karlaliðið að Íslandsmeisturum í fyrsta sinn í Keflavík árið 2010 og nú vann kvennaliðið sinn fyrsta titil þegar stelpurnar hans urðu Lengjubikarmeistarar í Keflavík í kvöld. "Ég er rosalega stoltur að fá að taka þátt í þessu og ég er mjög ánægður fyrir hönd stelpnanna og stjórnarmanna," sagði Ingi Þór en hvað með að vera á útivelli í úrslitaleik? "Fyrirkomulagið er bara svona og það verður bara að taka því. Stelpunum líður vel hérna og ég er mjög ánægður með að vinna þetta," sagði Ingi Þór. "Þetta var ekki fallegur leikur því við vorum að spila svo langt undir getu. Ég var ekki ánægður að sjá það fyrir leik að það vantaði Birnu í Keflavíkurliðið því ég hefði frekar viljað hafa hana með. Það er einhver gelbilun í fólki þegar það sér að það vantar einvern í hitt liðið og halda þá að þetta verði eitthvað auðveldara fyrir vikið," sagði Ingi Þór. "Við vitum að við getum gert betur og það er því mjög sterkt að geta unnið án þess að spila sinn besta leik. Stelpurnar náðu góðum stoppum í lokin og voru skynsamar. Við fengum framlag frá nánast öllum. Skotin hennar Öldu komu okkur aftur inn í leikinn og svo komu Hildur Björg og Rósa með dýrmætar körfur í lokin. Það voru allar að koma með eitthvað og Hildur stýrði þessu vel en vörnin var það sem hélt okkur gangandi í lokin," sagði Ingi Þór. "Þetta þýðir meira sjálfstraust fyrir mitt lið. Við fórum í bikarúrslitin í fyrra og töpuðu síðan í frábærri rimmu í úrslitakeppninni á móti Njarðvík. Ég hefði alveg getað sjá okkur klára titilinn þar því við vorum með fínt lið í fyrra og miklu meiri breidd en við erum með núna. Þessi titill gefur stelpunum og stjórnarfólkinu heima alveg gríðarlega mikið," sagði Ingi Þór að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Snæfellskonur unnu fyrsta titilinn í kvennakörfunni eftir sex stiga sigur á Keflavík, 78-72, í æsispennandi úrslitaleik Lengjubikars kvenna sem fram fór í Toyotahöllinni í Keflavík í kvöld. Þetta er fyrstu titill kvennaliðs Snæfells. Liðin áttu bæði góða spretti og lentu einnig bæði í því að missa miður tíu stiga forskot en Snæfell var sterkari á lokasprettinum. Alda Leif Jónsdóttir skoraði 19 stig fyrir Snæfell en hún setti niður 5 af 6 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Hildur Björg Kjartansdóttir (17 stig, 13 fráköst, 6 stoðsendingar) og Kieraah Marlow (15 stig, 13 fráköst, 9 stoðsendingar) voru einnig mjög öflugar inn í teig í þessum leik. Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 22 stig fyrir Keflavík og Pálína Gunnlaugsdóttir var með 14 stig en 10 þeirra komu ó fyrsta leikhlutanum. Ingunn Embla Kristínardóttir var einnig mjög góð með 12 stig og 6 stoðsendingar. Keflavíkurkonur tóku frumkvæðið um miðjan fyrsta leikhluta eftir jafnar upphafsmínútur og voru komnar með átta stiga forskot við lok hans, 27-18. Pálína Gunnlaugsdóttir fór á kostum í leikhlutanum og var komin með 10 stig og 4 stoðsendingar eftir aðeins tíu mínútna leik. Keflavík skoraði fyrstu körfu annars leikhlutans en þá fóru Snæfellskonur í gang, unnu næstu fjórar mínútur 12-0 og komust yfir í 31-29. Kieraah Marlow var stigalaus í fyrsta leikhlutanum en skoraði fimm stig á þessum kafla. Keflavíkurliðið komst aftur fjórum stigum yfir, 37-33, en Snæfellsliðið skoraði fimm síðustu stig hálfleiksins og leiddi með einu stigi í hálfleik, 38-37. Snæfellsliðið átti því tvo góða spretti í öðrum leikhlutanum sem skilaði liðinu naumu forskoti í hálfleik. Berglind Gunnarsdóttir skoraði 9 stig fyrir Snæfell í fyrri hálfleik og Hildur Björg Kjartansdóttir er með 8 stig og 5 fráköst. Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði mest hjá Keflavík í fyrri hálfleiknum eða 10 stig en Sara Rún Hinriksdóttir var komin með 8 stig og 5 fráköst. Snæfell byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og var komið í 52-43 eftir rúmar fjórar mínútur eftir annan 12-0 sprett. Alda Leif Jónsdóttir setti niður tvo þrista á fyrstu fimm mínútur leikhlutans og hjálpaði Snæfellsliðinu að komast tíu stigum yfir, 55-45. Keflavíkurliðið gafst ekki upp, svaraði með því að skora tólf næstu stig og ná 57-55 forystu fyrir lokaleikhlutann. Sara Rún Hinriksdóttir var öflug á þessum kafla en hún var með sjö af þessum tólf stigum. Alda Leif setti niður tvo þrista í upphafi fjórða leikhluta og kom Snæfelli aftur yfir í 61-60. Lokamínúturnar voru síðan æsispennandi þar sem liðin skiptust á að hafa forystuna. Snæfell náði góðum spretti í lokin og fjögur stig liðsins í röð á stuttum tíma skilaði liðinu 74-69 forystu þegar 68 sekúndur voru eftir af leiknum. Hildur Sigurðardóttir fór langt með að gulltryggja sigurinn með körfu 40 sekúndum fyrir leikslok og Snæfellsliðið landaði sigrinum.Keflavík-Snæfell 72-78 (27-19, 10-19, 20-17, 15-23)Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 22/6 fráköst/5 stoðsendingar, Pálína Gunnlaugsdóttir 14/5 fráköst/5 stolnir, Ingunn Embla Kristínardóttir 12/4 fráköst/6 stoðsendingar, Sandra Lind Þrastardóttir 10, Bryndís Guðmundsdóttir 6/11 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 6, Aníta Eva Viðarsdóttir 2.Snæfell: Alda Leif Jónsdóttir 19/4 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 17/13 fráköst/6 stoðsendingar, Kieraah Marlow 15/13 fráköst/9 stoðsendingar, Berglind Gunnarsdóttir 14, Hildur Sigurdardottir 8/8 fráköst/5 stolnir, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3, Rósa Indriðadóttir 2. Hildur: Alltaf mjög gaman að koma í Keflavík og vinna"Það er fínt að vera kominn með fyrsta titilinn en það er nóg eftir. Það var haustbragur á þessu ennþá og það var því fínt að klára þennan titil," sagði Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði Snæfells eftir leikinn. "Það er margt sem þarf að laga hjá báðum liðum því ég efast um að Keflvíkingar séu sáttir með sinn leik. Við erum með ánægðar með að vinna en leikurinn var ekkert rosalega góður hjá okkur," sagði Hildur en Snæfell þurfti að spila þennan úrslitaleik á útivelli. "Það er alltaf mjög gaman að koma í Keflavík og vinna leik. Það er alltaf rosa gaman. Þetta gefur okkur aukið sjálfstraust enda komnar með titla í hús. Karlalið Snæfells hefur verið að koma með bikara heima í Hólminn undanfarin ár en nú er kvennaliðið komið með titil líka sem er bara flott. Það var verkefni að keyra alla leið í Keflavík í úrslitaleik á heimvöll þeirra. Það er alvöru verkefni," sagði Hildur. "Við vorum að setja niður mikilvægar körfur á lokamínútunum og stela boltum og annað. Það skilaði sér. Hildur Björg og Kieraah voru mjög öflugar inn í teig og Alda var síðan að raða niður þristum. Það er frábært þegar við erum bæði að fá framlag inn í teig og fyrir utan. Þetta lítur verl út. Við erum með sterkan hóp og mjög góða leikmenn," sagði Hildur. Pálína: Við vorum bara pínulítið hræddar i dag"Þetta er mjög svekkjandi. Við vorum bara pínulítið hræddar i dag og það var ástæðan að við náðum ekki að fylgja þessu alveg í gegn. Við vorum ragar á móti svæðinu í lokin og þær voru að spila fast. Mér fannst ekki hafa nógu góð svör við svæðisvörninni þeirra," sagði Pálína Gunnlaugsdóttir, fyrirliði Keflavíkurliðsins. Keflavík lenti tíu stigum undir í þriðja leiklutanum en tókst að koma til baka og ná forystunni fyrir lokaleikhlutann. ""Við komum til baka, gáfum aðeins í og náðum fimm stiga forskoti. Við náðum ekki að halda því, þær þjöppuðu sér saman og fóru að spila miklu fastar," sagði Pálína. "Mér lýst bara mjög vel á þetta hjá okkur. Við eigum eftir að vinna í fjölmörgu hjá okkur og erum bara nýbyrjarðar. Kaninn á síðan eftir að koma og ég held að þetta verði hörku skemmtilegur vetur," sagði Pálína. Birna Valgarðsdóttir lék ekki með Keflavík í kvöld og munaði um minna. "Það munar um Birnu ekki síst upp á reynsluna enda er hún langelst í liðinu. Það vantaði líka kannski reynslu í lokin til að klára þetta. Við lærum bara af þessu því við erum með ungt lið og það er bara skemmtilegt," sagði Pálína. Ingi Þór: Þessi titill gefur stelpunum og stjórnarfólkinu heima alveg gríðarlega mikiðIngi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfellsliðsins, gerði karlaliðið að Íslandsmeisturum í fyrsta sinn í Keflavík árið 2010 og nú vann kvennaliðið sinn fyrsta titil þegar stelpurnar hans urðu Lengjubikarmeistarar í Keflavík í kvöld. "Ég er rosalega stoltur að fá að taka þátt í þessu og ég er mjög ánægður fyrir hönd stelpnanna og stjórnarmanna," sagði Ingi Þór en hvað með að vera á útivelli í úrslitaleik? "Fyrirkomulagið er bara svona og það verður bara að taka því. Stelpunum líður vel hérna og ég er mjög ánægður með að vinna þetta," sagði Ingi Þór. "Þetta var ekki fallegur leikur því við vorum að spila svo langt undir getu. Ég var ekki ánægður að sjá það fyrir leik að það vantaði Birnu í Keflavíkurliðið því ég hefði frekar viljað hafa hana með. Það er einhver gelbilun í fólki þegar það sér að það vantar einvern í hitt liðið og halda þá að þetta verði eitthvað auðveldara fyrir vikið," sagði Ingi Þór. "Við vitum að við getum gert betur og það er því mjög sterkt að geta unnið án þess að spila sinn besta leik. Stelpurnar náðu góðum stoppum í lokin og voru skynsamar. Við fengum framlag frá nánast öllum. Skotin hennar Öldu komu okkur aftur inn í leikinn og svo komu Hildur Björg og Rósa með dýrmætar körfur í lokin. Það voru allar að koma með eitthvað og Hildur stýrði þessu vel en vörnin var það sem hélt okkur gangandi í lokin," sagði Ingi Þór. "Þetta þýðir meira sjálfstraust fyrir mitt lið. Við fórum í bikarúrslitin í fyrra og töpuðu síðan í frábærri rimmu í úrslitakeppninni á móti Njarðvík. Ég hefði alveg getað sjá okkur klára titilinn þar því við vorum með fínt lið í fyrra og miklu meiri breidd en við erum með núna. Þessi titill gefur stelpunum og stjórnarfólkinu heima alveg gríðarlega mikið," sagði Ingi Þór að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti