Handbolti

Igor Vori ekki með á HM á Spáni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Igor Vori, línumaðurinn öflugi hjá Hamburg, hefur gefið það út að hann ætli að taka sér frí frá króatíska landsliðinu í vetur.

„Ég er þreyttur og vil bara hvílast. Ég ætla ekki að hætta í landsliðinu - ég verð ekki með á HM í Spáni og það er allt og sumt," sagði Vori við þýska fjölmiðla um helgina.

Samkvæmt fyrstu fregnum virtist Vori vera algerlega hættur að spila með landsliðinu en það reyndist ekki vera rétt. „Það var rangt haft eftir mér og ég mun koma til baka fyrir EM 2014," bætti Vori við.

Króatíska landsliðið hefur náð frábærum árangri í gegnum tíðina og vann brons bæði á EM í janúar og á Ólympíuleikunum í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×