Golf

Frábær lokahringur hjá Ólafi | komst inn á úrtökumót PGA

Ólafur Björn Loftsson.
Ólafur Björn Loftsson. seth
Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum náði frábærum árangri í dag þegar hann tryggði sér keppnisrétt á 1. stigi úrtökumótsins fyrir bandarísku PGA mótaröðina í golfi. Ólafur lék lokahringinn á 67 höggum eða -3 og náði hann að koma sér í hóp 38 efstu sem komust áfram úr þessari forkeppni sem fram fór í Dallas. Hann lék hringina þrjá á samtals tveimur höggum yfir pari vallar og endaði hann í 34. sæti af um 80 keppendum. Kylfingur.is greinir frá. Ólafur Björn fékk fimm fugla á hringum í dag, og tvo skolla. Fyrsta stig úrtökumótsins fer fram 16.-19. október. Til þess að komast alla leið á PGA mótaröðina þarf Ólafur að komast í gegnum 1., 2., og 3 stig úrtökumótsins. Næsta verkefni Ólafs er á Englandi þar sem hann mun reyna við 1. stigið á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×