Button: Grosjean þarf að taka sig á Birgir Þór Harðarson skrifar 8. október 2012 23:00 Grosjean veit að hann þarf að vanda sig en svo virðist sem að hann bara geti það ekki. nordicphotos/afp Formúlu 1-ökumenn eru almennt ekki mjög ánægðir með framgöngu frakkans Romain Grosjean í Lotus-bíl sínum í sumar. Mark Webber sagði hann klikkaðan eftir japanska kappaksturinn og nú biður hinn kurteisi og hlédrægi Jenson Button Grosjean um að taka sig á í eitt skipti fyrir öll. Eftir kappaksturinn í Japan hefur Grosjean verið áhrifavaldur í níu slysum strax eftir ræsingu í mótunum fjórtán sem hann hefur ræst í ár. Það er meira en keppinautar hans sætta sig við. Mark Webber var fórnarlambið um helgina þegar Grosjean ók inn í hlið hans þrátt fyrir að „vera að reyna að klessa ekki á neinn". Frakkinn fékk tíu sekúnta refsingu fyrir áreksturinn en hefur greinilega ekki lært sína lexíu eftir að hafa verið bannað að keppa á Ítalíu um miðjan september. Johnny Herbert, fyrrum ökuþór í Formúlu 1, benti stjórnendum Lotus-liðsins á að réttast væri að „segja bæ bæ" við Grosjean hið snarasta. Herbert er sjóaður ökuþór og lenti meðal annars í alvarlegu slysi þar sem hann mölbraut báðar lappirnar svo illa að óttast var að hann myndi aldrei ganga á ný. Jenson Button hefur einnig hvatt sér hljóðs í þessari umræðu og spurt hvort það sé ekki á ábyrgð Formúlunnar að gera eitthvað til að koma í veg fyrir að Grosjean aki á allt og alla. „Eða ætti hann fara í rækilega sjálfskoðun og reyna að skeina sér. Það er greinilega eitthvað sem hann þarf að gera." „Grosjean er rosa fljótur og hæfileikaríkur en maður getur ekki bara klesst á allt og alla," sagði Button. „Þegar hann keppti í GP2 gerðist þetta líka. Hann var svo fljótur að hann gjörsamlega rústaði keppinautunum og leiddi heimsmeistarakeppnina með metstigafjölda. Hann hélt samt áfram að klessa á." „Annað hvort vann keppnina eða klessti á. Hann virðist lifa eftir sömu speki í Formúlu 1 en það gengur ekki," sagði Button. Samband ökuþóra í Formúlu 1 (GPDA) hefur verið hljótt um þetta mál. Helsta baráttumál GPDA er að berjast fyrir bættu öryggi í kappakstrinum og því ætti Grosjean að vera til umfjöllunar þar. Pedro de la Rosa, formaður félagsins, hefur ekki sagt stakt orð um Grosjean og ekki heldur meðstjórnendurnir Sebastian Vettel eða Felipe Massa. Þar ræður kannski pólitík frekar en réttlæti; Grosjean hefur verið refsað og FIA hefur málið til skoðunar. Formúla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Formúlu 1-ökumenn eru almennt ekki mjög ánægðir með framgöngu frakkans Romain Grosjean í Lotus-bíl sínum í sumar. Mark Webber sagði hann klikkaðan eftir japanska kappaksturinn og nú biður hinn kurteisi og hlédrægi Jenson Button Grosjean um að taka sig á í eitt skipti fyrir öll. Eftir kappaksturinn í Japan hefur Grosjean verið áhrifavaldur í níu slysum strax eftir ræsingu í mótunum fjórtán sem hann hefur ræst í ár. Það er meira en keppinautar hans sætta sig við. Mark Webber var fórnarlambið um helgina þegar Grosjean ók inn í hlið hans þrátt fyrir að „vera að reyna að klessa ekki á neinn". Frakkinn fékk tíu sekúnta refsingu fyrir áreksturinn en hefur greinilega ekki lært sína lexíu eftir að hafa verið bannað að keppa á Ítalíu um miðjan september. Johnny Herbert, fyrrum ökuþór í Formúlu 1, benti stjórnendum Lotus-liðsins á að réttast væri að „segja bæ bæ" við Grosjean hið snarasta. Herbert er sjóaður ökuþór og lenti meðal annars í alvarlegu slysi þar sem hann mölbraut báðar lappirnar svo illa að óttast var að hann myndi aldrei ganga á ný. Jenson Button hefur einnig hvatt sér hljóðs í þessari umræðu og spurt hvort það sé ekki á ábyrgð Formúlunnar að gera eitthvað til að koma í veg fyrir að Grosjean aki á allt og alla. „Eða ætti hann fara í rækilega sjálfskoðun og reyna að skeina sér. Það er greinilega eitthvað sem hann þarf að gera." „Grosjean er rosa fljótur og hæfileikaríkur en maður getur ekki bara klesst á allt og alla," sagði Button. „Þegar hann keppti í GP2 gerðist þetta líka. Hann var svo fljótur að hann gjörsamlega rústaði keppinautunum og leiddi heimsmeistarakeppnina með metstigafjölda. Hann hélt samt áfram að klessa á." „Annað hvort vann keppnina eða klessti á. Hann virðist lifa eftir sömu speki í Formúlu 1 en það gengur ekki," sagði Button. Samband ökuþóra í Formúlu 1 (GPDA) hefur verið hljótt um þetta mál. Helsta baráttumál GPDA er að berjast fyrir bættu öryggi í kappakstrinum og því ætti Grosjean að vera til umfjöllunar þar. Pedro de la Rosa, formaður félagsins, hefur ekki sagt stakt orð um Grosjean og ekki heldur meðstjórnendurnir Sebastian Vettel eða Felipe Massa. Þar ræður kannski pólitík frekar en réttlæti; Grosjean hefur verið refsað og FIA hefur málið til skoðunar.
Formúla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira