Fótbolti

Barcelona og Real Madrid eru að drepa spænsku deildina

Lionel Messi, leikmaður Barcelona.
Lionel Messi, leikmaður Barcelona.
Fjármálasérfræðingurinn Jose Maria Gay er ekki bjartsýnn á framtíð spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu og spáir því hreinlega að hún deyi miðað við óbreytt ástand.

Gay segir að yfirburðir Barcelona og Real Madrid í deildinni muni ekki hafa góð áhrif til lengri tíma.

"Þau eru venjulega 40 stigum á undan liðinu í þriðja sæti. Þau spila í deild sem er dæmd til að deyja. Fólk mun missa áhuga á henni. Það vita allir að Barcelona eða Real mun vinna deildina á hverju ári," segir Gay svartsýnn.

Það er ekkert útlit fyrir að valdaskipti séu í kortunum á Spáni enda fer mest af peningunum í spænska boltanum í þessi tvö lið.

Þess utan segir hann að félög á Spáni skuldi svo stórkostlegar upphæðir að ekkert annað en gjaldþrot blasi við þeim.

"Liðin í deildinni skulda 3,5 milljarð evra. Það er ekki nokkur leið að þeim takist að endurgreiða þá upphæð."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×