Fótbolti

BATE vann Bayern München - öll úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi er með full hús í sínum riðli í Meistaradeildinni eftir 3-1 heimasigur á þýsku risunum í Bayern München í kvöld.

Gömlu FH-banarnir í BATE Borisov eru greinilega til alls líklegir í keppninni. Aleksandr Pavlov skoraði fyrsta markið á 23. mínútu og Vitaliy Rodionov bætti við öðru marki tólf mínútum fyrir leikslok. Franck Ribery minnkaði muninn í lokin áður en Renan innsiglaði sigurinn.

Jonas skoraði bæði mörk Valencia í 2-0 sigri á Lille en franska liðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum.

Braga vann sinn fyrsta sigur þegar liðið sótti þrjú stig til Tyrklands með því að vinna Galatasaray 2-0.

Chelsea, Manchester United og Barcelona unnu öll góða útisigra í kvöld en það má finna frekari umfjöllun um þeirra leiki hér inn á Vísi.



Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:

E-riðill

FC Nordsjælland - Chelsea 0-4

0-1 Juan Manuel Mata (33.), 0-2 David Luiz (79.), 0-3 Juan Manuel Mata (82.), 0-4 Ramires (89.)

Juventus - Shakhtar Donetsk 1-1

0-1 Alex Teixeira (23.), 1-1 Leonardo Bonucci (25.)

F-riðill

BATE Borisov - Bayern München 3-1

1-0 Aleksandr Pavlov (23.), 2-0 Vitaliy Rodionov (78.), 2-1 Franck Ribery (90.+1), 3-1 Renan (90.+5)

Valencia - Lille 2-0

1-0 Jonas (38.), 2-0 Jonas (75.)

G-riðill

Benfica - Barcelona 0-2

0-1 Alexis Sánchez (6.), 0-2 Cesc Fabregas (56.)

Spartak Moskva - Celtic 2-3

0-1 Gary Hooper (13.), 1-1 Emmanuel Emenike (41.), 2-1 Emmanuel Emenike (48.), 2-2 Sjálfsmark (71.), 2-3 Georgios Samaras (90.)

H-riðill

CFR Cluj - Manchester United 1-2

1-0 Pantelis Kapetanos (14.), 1-1 Robin van Persie (29.), 1-2 Robin van Persie (49.)

Galatasaray - Braga 0-2

0-1 Rúben Micael (27.), 0-2 Alan (90.+4)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×