Umfjöllun og viðtöl: Tertnes - Fram 35-21 Sigmar Sigfússon skrifar 20. október 2012 00:01 Mynd/Vilhelm Tertnes IL gjörsigraði Fram í Safamýrinni í Evrópukeppni félagsliða í handbolta í dag. Þær norsku unnu með 14 mörkum og fara þær með afar þægilega markatölu inn í seinni leikinn, sem er í Safamýrinni á morgun klukkan 16.00. Fyrri hálfleikur var hraður á köflum og byrjuðu þær norsku vel, bæði í sókn og vörn. Stella Sigurðardóttir var ekki að finna sig vel fyrir Fram í fyrri hálfleik og munaði um minna. Tertnes var ávallt skrefi á undan og náði að halda 2-3 marka forskoti þar til í lok hálfleiksins. Þá kom góður norskur kafli og hálfleikstölur voru 15–10 fyrir þeim norsku. Framarar spiluðu ágætlega í fyrri hálfleik og gafu þeim norsku ekkert eftir á köflum. Í seinni hálfleik komu leikmenn Tertnes virkilega einbeittir til leiks og juku forskot sitt jafnt og þétt eftir því sem leið á leikinn. Það var aldrei spurning hvort liðið ætlaði sér sigur og komu norsk mörk í öllum regnbogans litum. Þær norsku voru komnar með níu marka forystu um miðjan seinnihálfleik og leyfðu mörgum af bekknum að spila. Norskur kvennahandbolti er afar sterkur af þessum leik að dæma og eru til alls líklegar í þessari keppni. Marthe Reinkind var markahæst hjá Tertnes með 7 mörk, þar af 3 af vítapunktinum. Hjá Frömurum var Elísabet Gunnarsdóttir hlutskörpust með fimm mörk.Halldór: Erum ekki 14 mörkum lélegri „Vorum ekki góðar í dag, ég tel okkur ekki 14 mörkum lélegri en þær. Við vorum að fá á okkur alltöf mörg hröð upphlaup í þessum leik.“ „Í fyrri hálfleik vorum við að spila yfirvegað í sóknarleiknum og vorum sækja breitt á þær. Þær norsku þurftu að hafa aðeins fyrir því þá. En við getum ekki gefið boltann auðveldlega frá okkur - þær eru þá fljótar að refsa sem þær gerðu ítrekað í þessum leik.“ „Það er allt hægt í handbolta en við töpuðum með 14 mörkum í dag og við förum í leikinn á morgun til þess að gera betur. Hverju það skilar okkur verður að koma í ljós. En við verðum að eiga betri í leik í dag, það er ljóst.“ Hildigunnur: Eigum góða möguleika í þessari keppni „Við erum rosalega sáttar að klára þetta með 14 mörkum sem er mun meira en við bjuggumst við. Stelpurnar í liðinu eru búnar að spila lengi saman og ég er eini nýji leikmaðurinn í liðinu svo við eru vel spilandi lið,“ sagði Hildigunnur Einarsdóttir, leikmaður Tertnes IL. „Ég tel möguleika okkar nokkuð góða í þessari keppni. Við erum mjög sterkar og getum komist langt með þennan hóp. En fyrst verðum við að vinna á morgun. Getumunurinn er mikill á norskum kvennahandbolta og þeim íslenska en ég held að Framarar komi sterkar í leikinn á morgun.“ Handbolti Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Tertnes IL gjörsigraði Fram í Safamýrinni í Evrópukeppni félagsliða í handbolta í dag. Þær norsku unnu með 14 mörkum og fara þær með afar þægilega markatölu inn í seinni leikinn, sem er í Safamýrinni á morgun klukkan 16.00. Fyrri hálfleikur var hraður á köflum og byrjuðu þær norsku vel, bæði í sókn og vörn. Stella Sigurðardóttir var ekki að finna sig vel fyrir Fram í fyrri hálfleik og munaði um minna. Tertnes var ávallt skrefi á undan og náði að halda 2-3 marka forskoti þar til í lok hálfleiksins. Þá kom góður norskur kafli og hálfleikstölur voru 15–10 fyrir þeim norsku. Framarar spiluðu ágætlega í fyrri hálfleik og gafu þeim norsku ekkert eftir á köflum. Í seinni hálfleik komu leikmenn Tertnes virkilega einbeittir til leiks og juku forskot sitt jafnt og þétt eftir því sem leið á leikinn. Það var aldrei spurning hvort liðið ætlaði sér sigur og komu norsk mörk í öllum regnbogans litum. Þær norsku voru komnar með níu marka forystu um miðjan seinnihálfleik og leyfðu mörgum af bekknum að spila. Norskur kvennahandbolti er afar sterkur af þessum leik að dæma og eru til alls líklegar í þessari keppni. Marthe Reinkind var markahæst hjá Tertnes með 7 mörk, þar af 3 af vítapunktinum. Hjá Frömurum var Elísabet Gunnarsdóttir hlutskörpust með fimm mörk.Halldór: Erum ekki 14 mörkum lélegri „Vorum ekki góðar í dag, ég tel okkur ekki 14 mörkum lélegri en þær. Við vorum að fá á okkur alltöf mörg hröð upphlaup í þessum leik.“ „Í fyrri hálfleik vorum við að spila yfirvegað í sóknarleiknum og vorum sækja breitt á þær. Þær norsku þurftu að hafa aðeins fyrir því þá. En við getum ekki gefið boltann auðveldlega frá okkur - þær eru þá fljótar að refsa sem þær gerðu ítrekað í þessum leik.“ „Það er allt hægt í handbolta en við töpuðum með 14 mörkum í dag og við förum í leikinn á morgun til þess að gera betur. Hverju það skilar okkur verður að koma í ljós. En við verðum að eiga betri í leik í dag, það er ljóst.“ Hildigunnur: Eigum góða möguleika í þessari keppni „Við erum rosalega sáttar að klára þetta með 14 mörkum sem er mun meira en við bjuggumst við. Stelpurnar í liðinu eru búnar að spila lengi saman og ég er eini nýji leikmaðurinn í liðinu svo við eru vel spilandi lið,“ sagði Hildigunnur Einarsdóttir, leikmaður Tertnes IL. „Ég tel möguleika okkar nokkuð góða í þessari keppni. Við erum mjög sterkar og getum komist langt með þennan hóp. En fyrst verðum við að vinna á morgun. Getumunurinn er mikill á norskum kvennahandbolta og þeim íslenska en ég held að Framarar komi sterkar í leikinn á morgun.“
Handbolti Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira