Ferrari-liðið sannfært um ágæti Massa og framlengir samninginn Birgir Þór Harðarson skrifar 17. október 2012 06:00 Það var langt síðan síðast og Massa fagnaði því vel og innilega að komast á verðlaunapall í Japan fyrir rúmri viku. nordicphotos/afp Brasilíski Formúlu 1-ökuþórinn Felipe Massa mun aka hjá Ferrari áfram á næsta ári. Þetta staðfesti liðið í gær. Sæti Massa virtist falt hverjum sem er fyrr í sumar þegar Massa stóð sig hörmulega. Massa hefur ekið hjá Ferrari síðan árið 2006 eftir að hafa staðið sig vel hjá Sauber frá 2003. Þá tók hann við sem liðsfélagi Michael Schumacher af Rubens Barrichello. Massa var svo í titilbaráttu við Lewis Hamilton árið 2008, sem hann hélt að hann hefði unnið í um það bil tíu sekúntur eða þangað til Hamilton vann sæti í síðustu beygju í síðasta móti. Í japanska kappakstrinum náði Massa verðlaunasæti í fyrsta sinn síðan í kóreska kappakstrinum árið 2010. Það er til marks um hversu erfitt þetta tímabil hefur verið og það í fyrra. Stefano Domenicali, liðstjóri Ferrari, segir liðið hafa fullt traust á Massa til að sinna starfi annars ökuþórs liðsins á eftir Fernando Alonso. Það hefur lengi verið stefna Ferrari að velja annan ökuþórinn fram yfir hinn. Ökumannsmarkaðurinn iðar af lífi þessa dagana. Nico Hulkenberg er sagður á leið frá Force India til Sauber, Jules Bianchi gæti fyllt lausa sætið hjá Force India. Þá er talið víst að Bruno Senna fái ekki áfram að aka hjá Williams og að finnski tilraunaökuþórinn Valtteri Bottas fái tækifærið. Bæði Bottas og Bianchi hafa staðið sig ógnarvel á æfingum í ár og í fyrra. Þeir eiga því keppnissæti víst þó það verði kannski ekki hjá eins stórum liðum og Williams og Force India. Formúla Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Brasilíski Formúlu 1-ökuþórinn Felipe Massa mun aka hjá Ferrari áfram á næsta ári. Þetta staðfesti liðið í gær. Sæti Massa virtist falt hverjum sem er fyrr í sumar þegar Massa stóð sig hörmulega. Massa hefur ekið hjá Ferrari síðan árið 2006 eftir að hafa staðið sig vel hjá Sauber frá 2003. Þá tók hann við sem liðsfélagi Michael Schumacher af Rubens Barrichello. Massa var svo í titilbaráttu við Lewis Hamilton árið 2008, sem hann hélt að hann hefði unnið í um það bil tíu sekúntur eða þangað til Hamilton vann sæti í síðustu beygju í síðasta móti. Í japanska kappakstrinum náði Massa verðlaunasæti í fyrsta sinn síðan í kóreska kappakstrinum árið 2010. Það er til marks um hversu erfitt þetta tímabil hefur verið og það í fyrra. Stefano Domenicali, liðstjóri Ferrari, segir liðið hafa fullt traust á Massa til að sinna starfi annars ökuþórs liðsins á eftir Fernando Alonso. Það hefur lengi verið stefna Ferrari að velja annan ökuþórinn fram yfir hinn. Ökumannsmarkaðurinn iðar af lífi þessa dagana. Nico Hulkenberg er sagður á leið frá Force India til Sauber, Jules Bianchi gæti fyllt lausa sætið hjá Force India. Þá er talið víst að Bruno Senna fái ekki áfram að aka hjá Williams og að finnski tilraunaökuþórinn Valtteri Bottas fái tækifærið. Bæði Bottas og Bianchi hafa staðið sig ógnarvel á æfingum í ár og í fyrra. Þeir eiga því keppnissæti víst þó það verði kannski ekki hjá eins stórum liðum og Williams og Force India.
Formúla Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira