Stelpan sem stal senunni á Möðrudal Kristján Már Unnarsson skrifar 15. október 2012 14:22 Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir, 6 ára geitahirðir á Möðrudal á Fjöllum, stal senunni í þættinum "Um land allt" sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún lokkaði geitahjörðina á bænum til sín með brauðpoka og hoppaði og skoppaði í kringum þær. Þarna sáust einnig hundur, yrðlingur og heimalningur en geiturnar eru þó uppáhaldsdýrin hennar Ísoldar. "Af því að þær eru svo fyndnar," sagði sú stutta. Þættirnir "Um land allt" verða á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum en í þeim verður fjallað um mannlíf um landið, fjarri skarkala borgarinnar, og þær áskoranir sem fólk stendur frammi fyrir víða í dreifbýlinu. Ísold Fönn byrjaði í skóla í fyrsta sinn í haust. Foreldrar hennar, Vilhjálmur Vernharðsson og Elísabet Svava Kristjánsdóttir, bændur á Möðrudal, stóðu frammi fyrir erfiðri ákvörðun; hvernig skólamálum dótturinnar yrði best hagað, en þau búa á þeirri jörð sem hæst stendur á Íslandi, í 470 metra hæð yfir sjávarmáli. Sveitarfélagið bauð upp á skóla á Fljótsdalshéraði, að Brúarási í Jökulsárhlíð, en einnig kom til greina að hún færi í skóla á Vopnafjörð eða í Mývatnssveit. Allir þessir kostir hefðu kallað á langan akstur yfir fjallvegi í misjafnri færð. Þau völdu fremur að halda annað heimili á Akureyri og að dóttirin færi þar í skóla. Á virkum dögum í vetur er því móðirin á Akureyri með dótturinni meðan faðirinn sinnir bústörfum á Möðrudal en fjölskyldan sameinast svo um helgar. Vilhjálmur er frá Möðrudal en kynntist eiginkonunni þegar hún vann sem landvörður í Kverkfjöllum fyrir átta árum. Forfeður Vilhjálms hafa setið jörðina frá árinu 1875 og langafi hans var með yfir þúsund fjár á vetrarfóðrum. Ferðamennirnir hafa nú tekið yfir það hlutverk sem sauðkindin hafði í gegnum aldirnar, að vera grundvöllur búsetunnar. Hefðbundinn búskapur hefur að mestu lagst af á Hólsfjöllum og Möðrudalsöræfum og er nú aðeins búið á tveimur jörðum, Möðrudal og Grímsstöðum. Í þættinum var einnig fjallað um hvernig hjónin á Möðrudal freista þess að efla vetrarferðamennsku til að styðja við búsetuna, meðal annars með því að bjóða upp á jeppaferðir á Vatnajökul og hálendið norðan jökulsins. Þá var Vilhjálmur bóndi spurður um hvernig honum litist á fjárfestingaráform Kínverjans Nubo á Grímsstöðum og að fá hann sem nágranna. Börn og uppeldi Fljótsdalshérað Um land allt Mest lesið Stórbruni í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir, 6 ára geitahirðir á Möðrudal á Fjöllum, stal senunni í þættinum "Um land allt" sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún lokkaði geitahjörðina á bænum til sín með brauðpoka og hoppaði og skoppaði í kringum þær. Þarna sáust einnig hundur, yrðlingur og heimalningur en geiturnar eru þó uppáhaldsdýrin hennar Ísoldar. "Af því að þær eru svo fyndnar," sagði sú stutta. Þættirnir "Um land allt" verða á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum en í þeim verður fjallað um mannlíf um landið, fjarri skarkala borgarinnar, og þær áskoranir sem fólk stendur frammi fyrir víða í dreifbýlinu. Ísold Fönn byrjaði í skóla í fyrsta sinn í haust. Foreldrar hennar, Vilhjálmur Vernharðsson og Elísabet Svava Kristjánsdóttir, bændur á Möðrudal, stóðu frammi fyrir erfiðri ákvörðun; hvernig skólamálum dótturinnar yrði best hagað, en þau búa á þeirri jörð sem hæst stendur á Íslandi, í 470 metra hæð yfir sjávarmáli. Sveitarfélagið bauð upp á skóla á Fljótsdalshéraði, að Brúarási í Jökulsárhlíð, en einnig kom til greina að hún færi í skóla á Vopnafjörð eða í Mývatnssveit. Allir þessir kostir hefðu kallað á langan akstur yfir fjallvegi í misjafnri færð. Þau völdu fremur að halda annað heimili á Akureyri og að dóttirin færi þar í skóla. Á virkum dögum í vetur er því móðirin á Akureyri með dótturinni meðan faðirinn sinnir bústörfum á Möðrudal en fjölskyldan sameinast svo um helgar. Vilhjálmur er frá Möðrudal en kynntist eiginkonunni þegar hún vann sem landvörður í Kverkfjöllum fyrir átta árum. Forfeður Vilhjálms hafa setið jörðina frá árinu 1875 og langafi hans var með yfir þúsund fjár á vetrarfóðrum. Ferðamennirnir hafa nú tekið yfir það hlutverk sem sauðkindin hafði í gegnum aldirnar, að vera grundvöllur búsetunnar. Hefðbundinn búskapur hefur að mestu lagst af á Hólsfjöllum og Möðrudalsöræfum og er nú aðeins búið á tveimur jörðum, Möðrudal og Grímsstöðum. Í þættinum var einnig fjallað um hvernig hjónin á Möðrudal freista þess að efla vetrarferðamennsku til að styðja við búsetuna, meðal annars með því að bjóða upp á jeppaferðir á Vatnajökul og hálendið norðan jökulsins. Þá var Vilhjálmur bóndi spurður um hvernig honum litist á fjárfestingaráform Kínverjans Nubo á Grímsstöðum og að fá hann sem nágranna.
Börn og uppeldi Fljótsdalshérað Um land allt Mest lesið Stórbruni í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira