Kvennalið Hauka í handboltanum fagnaði sigri á móti Gróttu í 4. umferð N1 deild kvenna í handbolta í dag. Haukaliðið tapaði illa á móti Val í fyrsta leik en hefur nú unnið tvo síðustu leiki sína. FH-liðið sótti tvö stig á Selfoss og er einnig búið að vinna tvo leiki í röð.
Grótta var tveimur mörkum yfir í hálfleik en slakur seinni hálfleikur var liðinu enn að falli á þessu tímabili. Haukarkonur unnu leikinn 21-20 en í leiknum á undan sóttu þær tvö stig á Selfoss.
Leikurinn var spennandi og það er ljóst að það verður hart barist um síðustu sætin inn í úrslitakeppnina í vor. Með þessum sigri komust Haukakonur upp fyrir Gróttu í töflunni.
FH-konur unnu öruggan sigur á nýliðum Selfoss en á endanum munaði sjö mörkum á liðunum. Líkt og Haukaliðið þá tapaði FH fyrsta leik en hefur nú unnið tvo síðustu leiki sína sem hafa verið á móti nýliðunum Aftureldingu og Selfossi.
Haukar - Grótta 21-20 (10-12)
Mörk Hauka: Marija Gedroit 6, Díana Ágústsdóttir 4, Ásthildur Friðgeirsdóttir 4, Karen Helga Sigurjónsdóttir 3, Sigríður Herdís Hallsdóttir 3, Gunnhildur Pétursdóttir 1.
Mörk Gróttu: Eva Björk Davíðsdóttir 5, Sunna Maria Einarsdóttir 4, Þórunn Friðriksdóttir 3, Harpa Baldvinsdóttir 2, Tinna Laxdal Gautadóttir 2, Unnur Ómarsdóttir 2, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 1, Elín Helga Jónsdóttir 1.
Selfoss - FH 21-28 (11-14)
Mörk Selfoss: Carmen Palamprill 8, Þuríður Guðjónsdóttir 4, Tinna Traustadóttir 3, Kristín Steinþórsdóttir 2, Hildur Einarsdóttir 2, Kara Árnadóttir 1, Dagný Hróbjartsdóttir 1.
Mörk FH: Steinunn Snorradóttir 7, Elín Anna Baldursdóttir 5, Bergling Ósk Björgvinsdóttir 5, Ásdís Sigurðardóttir 4, Ingibjörg Pálmadóttir 3, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 2, Salka Þórðardóttir 1, Sigrún Jóhannsdóttir 1.

