Víkingar hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína í 1. deild karla í handbolta og eru eina liðið með fullt hús eftir þrjár fyrstu umferðirnar. Víkingar unnu 25-24 útisigur á Gróttu í gærkvöldi.
Hlynur Elmar Matthíasson var markahæstur í Víkingsliðinu með 6 mörk en Atli Hjörvar Einarsson skoraði 5 mörk. Aron Valur Jóhannsson skoraði mest fyrir Gróttu eða 6 mörk. Róbert Þór Sighvatsson þjálfar Víkinga en Ágúst Jóhannsson þjálfar Gróttu sem hefur tapað fyrstu þremur leikjum sínum þar af tveimur þeirra með aðeins einu marki.
Stjarnan er í 2. sæti eftir 26-23 sigur á Selfossi í gær. Þröstur Þráinsson skoraði 7 mörk fyrir Stjörnuna og Þórður Rafn Guðmundsson var með fimm mörk. Einar Sverrisson skoraði 9 mörk fyrir Selfoss. Gunnar Berg Viktorsson þjálfar Stjörnumenn.
Þróttur vann síðan 29-24 sigur á Fylki í Árbænum. Aron Heiðar Guðmundsson, Birkir Már Guðbjörnsson og Einar Gauti Ólafsson skoruðu allar sex mörk fyrir Þrótt sem er við hlið Selfoss í 3. og 4. sæti. Gunnar Gunnarsson þjálfar lið Þróttar.
Víkingar byrja vel í 1. deild karla
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Guardiola hótar að hætta
Enski boltinn




Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika
Íslenski boltinn

„Manchester er heima“
Enski boltinn




„Verð aldrei trúður“
Fótbolti