Víkingar hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína í 1. deild karla í handbolta og eru eina liðið með fullt hús eftir þrjár fyrstu umferðirnar. Víkingar unnu 25-24 útisigur á Gróttu í gærkvöldi.
Hlynur Elmar Matthíasson var markahæstur í Víkingsliðinu með 6 mörk en Atli Hjörvar Einarsson skoraði 5 mörk. Aron Valur Jóhannsson skoraði mest fyrir Gróttu eða 6 mörk. Róbert Þór Sighvatsson þjálfar Víkinga en Ágúst Jóhannsson þjálfar Gróttu sem hefur tapað fyrstu þremur leikjum sínum þar af tveimur þeirra með aðeins einu marki.
Stjarnan er í 2. sæti eftir 26-23 sigur á Selfossi í gær. Þröstur Þráinsson skoraði 7 mörk fyrir Stjörnuna og Þórður Rafn Guðmundsson var með fimm mörk. Einar Sverrisson skoraði 9 mörk fyrir Selfoss. Gunnar Berg Viktorsson þjálfar Stjörnumenn.
Þróttur vann síðan 29-24 sigur á Fylki í Árbænum. Aron Heiðar Guðmundsson, Birkir Már Guðbjörnsson og Einar Gauti Ólafsson skoruðu allar sex mörk fyrir Þrótt sem er við hlið Selfoss í 3. og 4. sæti. Gunnar Gunnarsson þjálfar lið Þróttar.
Víkingar byrja vel í 1. deild karla
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti



„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn


Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti


Fleiri fréttir
