Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, mun ekki spila með íslenska liðinu á móti Sviss á þriðjudaginn. Ástæðan er þó ekki agabann heldur leikbann. Aron Einar fékk sitt annað gula spjald í sigrinum í Albaníu í gær.
Aron Einar fékk á sig mikla gagnrýni fyrir afar óheppilegt orðaval í viðtali á fótbolti.net í aðdraganda leiksins í Albaníu þar sem hann talaði um að Albanir væru mestmegnis glæpamenn. Aron Einar baðst afsökunar á ummælum sínum og spilaði leikinn á móti Albaníu þar sem hann var fyrirliði og einn besti leikmaður liðsins.
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, og Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska liðsins, vildu hvorugir tjá sig um það hvort eftirmálar yrðu af þessu leiðinlega máli en nú er það í það minnsta orðið ljóst að Aron Einars verður ekki með á Laugardalsvellinum á þriðjudaginn.
Aron Einar fékk spjald í sigrinum á Noregi í fyrsta leik og fékk síðan aftur spjald á 56. mínútu í gær. Spjaldið var reyndar ekki réttmætt og furðuleg ákvörðun hjá finnska dómaranum.
Kári Árnason, Grétar Rafn Steinsson og Gylfi Þór Sigurðsson fengu líka allir spjald á móti Albaníu í gær og fara í bann við næsta spjald alveg eins og þeir Jóhann Berg Guðmundsson og Rúrik Gíslason sem voru búnir að fá spjald fyrr í keppninni.
Aron Einar má ekki spila á móti Sviss
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“
Körfubolti





„Ég hef hluti að gera hér“
Körfubolti


Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum
Handbolti

