Vettel ræsir annar í kappakstrinum á morgun og því eru báðir Red Bull-bílarnir fremstir. Lewis Hamilton mun ræsa þriðji í McLaren-bílnum á undan Fernando Alonso á Ferrari.
Það verður áhugavert að sjá hversu miklu af keppnishraða sínum Red Bull-liðið hefur fórnað til að hafa svona mikla yfirburði í tímatökunum. Ekki er víst að yfirburðirnir séu jafn miklir.
Alonso verður í dauðafæri til að bæta stöðu sína í brautinni í ræsingunni. Hann þarf helst að fá fleiri stig en Vettel vilji hann halda efsta sætinu í heimsmeistarakeppninni.
Kimi Raikkönen mun ræsa fimmti í Lotus-bílnum sínum. Hann hafði verið í bölvðum vandræðum með uppstllingu bílsins á æfingum og var enn kvartandi undan undirstýringu eftir aðra lotu tímatökunnar. Felipe Massa á Ferrari skilur Kimi frá liðsfélaga sínum, Romain Grosjean, sem ræsir í sjöunda sæti.
Nico Hulkenberg ók eina Force India-bílnum í lokalotunni. Hann náði áttunda besta tíma og var fljótari en Nico Rosberg og Michael Schumacher á Mercedes sem ræsa í níunda og tíunda sæti.
Jenson Button komst nokkuð óvænt ekki upp úr annari lotu tímatökunnar. Hann ræsir ellefti en er örugglega feginn að vera á eftir Romain Grosjean í ræsingunni. Grosjean hefur níu sinnum valdið slysi í fyrstu beygju og yfirleitt tekið einhverja með sér.
Þá ber að nefna Sauber-bílana og þá Sergio Perez og Kamui Kobayashi. Þeir áttu í örlitlum vandræðum og ræsa í tólfta og þrettánda sæti.
Rásröðin í kappakstrinum á morgun
Nr. | Ökumaður | Lið / Vél | Tími | Bil |
1 | Mark Webber | Red Bull/Renault | 1'37.242 | - |
2 | Sebastian Vettel | Red Bull/Renault | 1'37.316 | 0.074 |
3 | Lewis Hamilton | McLaren/Mercedes | 1'37.469 | 0.227 |
4 | Fernando Alonso | Ferrari | 1'37.534 | 0.292 |
5 | Kimi Räikkönen | Lotus/Renault | 1'37.625 | 0.383 |
6 | Felipe Massa | Ferrari | 1'37.884 | 0.642 |
7 | Romain Grosjean | Lotus/Renault | 1'37.934 | 0.692 |
8 | Nico Hülkenberg | Force India/Mercedes | 1'38.266 | 1.024 |
9 | Nico Rosberg | Mercedes | 1'38.361 | 1.119 |
10 | M.Schumacher | Mercedes | 1'38.513 | 1.271 |
11 | Jenson Button | McLaren/Mercedes | 1'38.441 | 1.199 |
12 | Sergio Pérez | Sauber/Ferrari | 1'38.460 | 1.218 |
13 | Kamui Kobayashi | Sauber/Ferrari | 1'38.594 | 1.352 |
14 | Paul Di Resta | Force India/Mercedes | 1'38.643 | 1.401 |
15 | Pastor Maldonado | Williams/Renault | 1'38.725 | 1.483 |
16 | Daniel Ricciardo | Toro Rosso/Ferrari | 1'39.084 | 1.842 |
17 | Jean-Eric Vergne | Toro Rosso/Ferrari | 1'39.340 | 2.098 |
18 | Bruno Senna | Williams/Renault | 1'39.443 | 2.201 |
19 | Vitaly Petrov | Caterham/Renault | 1'40.207 | 2.965 |
20 | H.Kovalainen | Caterham/Renault | 1'40.333 | 3.091 |
21 | Timo Glock | Marussia/Cosworth | 1'41.371 | 4.129 |
22 | Pedro de la Rosa | HRT/Cosworth | 1'42.881 | 5.639 |
23 | N.Karthikeyan | HRT/Cosworth | - | - |
24 | Charles Pic | Marussia/Cosworth | 1'41.317 | 4.075 |