Ásgeir farinn að skjóta í Þýskalandi 28. október 2012 16:20 Ásgeir Sigurgeirsson, landsliðsmaður í skotfimi og Ólympíufari, hefur verið ráðinn til þýska skotfélagsins Groß und Kleinkaliberschießen Hannover. Ásgeir fékk tilboð frá þremur félögum sem keppa í Þýsku Bundesligunni, tveimur í fyrstu deild og einu í annari. Hann gerði samning við Groß und Kleinkaliberschießen Hannover í annari deild þar sem það félag er í baráttu um að komast í fyrstu deild og bauð honum stöðu sem skotmaður númer eitt. Þýska Bundesligan í skotfimi er ein sterkasta landskeppni í skotfimi sem haldin er. Í þýska Skotíþróttasambandinu eru yfir 1.200.000 iðkendur. Keppt er í tveim deildum. Hvorri deild er skipt í fimm héruð og í hverju héraði eru átta lið, hvert með átta skráða keppendur, en fimm keppa hverju sinni, þetta þýðir að í hvorri deild eru 40 lið. Keppnin er ekki kynjaskipt og keppa bestu skyttur hvers félags á jafnréttisgrundvelli. Hvert lið má eingöngu notast við einn erlendan keppanda í hverri keppni en má hafa fjóra á samning. Hverju liði er stillt upp eftir styrkleika frá eitt til fimm þar sem að sterkasti skotmaður er númer eitt. Keppnin er liðakeppni með "duel" fyrirkomulagi, þar sem að skotmenn númer eitt í hvoru liði keppa við hvorn annan og svo koll af kolli, þannig að hvert lið á mest möguleika á fimm sigrum í hverri keppni. Á keppnisdegi keppir hvert lið við tvö önnur í sínu héraði og eftir fjórar þannig keppnir er haldið til úrslita þar sem að Þýskalandsmeistarar í hvorri deild ákvarðast og hvaða lið falla í deild eða fara upp. Hver keppni er 40 skot, skotin á 50 mínútum. Fyrstu keppnum Ásgeirs er lokið, þar sem að hann sigraði andstæðinga sína með yfirburðum, og er lið hans í efsta sæti í Norður-héraði með sigurhlutfall 9-1. Bundesligan stendur yfir frá október til febrúar og í beinu framhaldi hefur Ásgeir keppni í alþjóðamótaröð ISSF fram í ágúst, og einnig mun hann taka þátt á Evrópumeistaramóti í lok febrúar. Alþjóðleg staða Ásgeirs í Ólympískri skotfimi hefur aldrei verið betri. Hann er nú í 22. sæti á heimslistanum í loftskammbyssu karla og í 16. sæti á Evrópulistanum. Innlendar Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Ásgeir Sigurgeirsson, landsliðsmaður í skotfimi og Ólympíufari, hefur verið ráðinn til þýska skotfélagsins Groß und Kleinkaliberschießen Hannover. Ásgeir fékk tilboð frá þremur félögum sem keppa í Þýsku Bundesligunni, tveimur í fyrstu deild og einu í annari. Hann gerði samning við Groß und Kleinkaliberschießen Hannover í annari deild þar sem það félag er í baráttu um að komast í fyrstu deild og bauð honum stöðu sem skotmaður númer eitt. Þýska Bundesligan í skotfimi er ein sterkasta landskeppni í skotfimi sem haldin er. Í þýska Skotíþróttasambandinu eru yfir 1.200.000 iðkendur. Keppt er í tveim deildum. Hvorri deild er skipt í fimm héruð og í hverju héraði eru átta lið, hvert með átta skráða keppendur, en fimm keppa hverju sinni, þetta þýðir að í hvorri deild eru 40 lið. Keppnin er ekki kynjaskipt og keppa bestu skyttur hvers félags á jafnréttisgrundvelli. Hvert lið má eingöngu notast við einn erlendan keppanda í hverri keppni en má hafa fjóra á samning. Hverju liði er stillt upp eftir styrkleika frá eitt til fimm þar sem að sterkasti skotmaður er númer eitt. Keppnin er liðakeppni með "duel" fyrirkomulagi, þar sem að skotmenn númer eitt í hvoru liði keppa við hvorn annan og svo koll af kolli, þannig að hvert lið á mest möguleika á fimm sigrum í hverri keppni. Á keppnisdegi keppir hvert lið við tvö önnur í sínu héraði og eftir fjórar þannig keppnir er haldið til úrslita þar sem að Þýskalandsmeistarar í hvorri deild ákvarðast og hvaða lið falla í deild eða fara upp. Hver keppni er 40 skot, skotin á 50 mínútum. Fyrstu keppnum Ásgeirs er lokið, þar sem að hann sigraði andstæðinga sína með yfirburðum, og er lið hans í efsta sæti í Norður-héraði með sigurhlutfall 9-1. Bundesligan stendur yfir frá október til febrúar og í beinu framhaldi hefur Ásgeir keppni í alþjóðamótaröð ISSF fram í ágúst, og einnig mun hann taka þátt á Evrópumeistaramóti í lok febrúar. Alþjóðleg staða Ásgeirs í Ólympískri skotfimi hefur aldrei verið betri. Hann er nú í 22. sæti á heimslistanum í loftskammbyssu karla og í 16. sæti á Evrópulistanum.
Innlendar Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Justin James aftur á Álftanesið Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira