Hinn 34 ára gamli markvörður Juventus, Gianluigi Buffon, stefnir á að spila með Juventus að minnsta kosti í þrjú ár í viðbót.
Hann kom til félagsins frá Parma árið 2001 og er löngu orðinn goðsögn hjá Juve. Sjálfur vill hann hvergi annars staðar vera.
"Ég er búinn að eyða tólf árum í þessum búningi en vonandi er ævintýri mínu hjá Juventus ekki lokið. Ég vil vera að minnsta kosti í fimmtán ár hérna,2 sagði Buffon á Facebook-síðu sinni.
Buffon hefur ekki náð að vinna Meistaradeildina með Juve en komst þó í úrslit árið 2003.
Buffon er hvergi nærri hættur

Mest lesið

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn
Íslenski boltinn

Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United
Enski boltinn

Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti
Enski boltinn





Bayern varð sófameistari
Fótbolti
