Hinn 34 ára gamli markvörður Juventus, Gianluigi Buffon, stefnir á að spila með Juventus að minnsta kosti í þrjú ár í viðbót.
Hann kom til félagsins frá Parma árið 2001 og er löngu orðinn goðsögn hjá Juve. Sjálfur vill hann hvergi annars staðar vera.
"Ég er búinn að eyða tólf árum í þessum búningi en vonandi er ævintýri mínu hjá Juventus ekki lokið. Ég vil vera að minnsta kosti í fimmtán ár hérna,2 sagði Buffon á Facebook-síðu sinni.
Buffon hefur ekki náð að vinna Meistaradeildina með Juve en komst þó í úrslit árið 2003.
Buffon er hvergi nærri hættur

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti


„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti

Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti
