Þó svo það gangi skelfilega á vellinum hjá AC Milan þá standa leikmenn liðsins á bak við þjálfarann, Massimiliano Allegri. Það staðfestir framherjinn efnilegi, Stephan El Shaarawy.
Það er sjóðheitt undir Allegri og spá því margir að hann lifi ekki mikið lengur í starfi.
"Við stöndum allir á bak við þjálfarann. Við studdum hann í upphafi tímabils og það hefur ekkert breyst. Það skiptir öllu máli, sama hvað menn skrifa í blöðunum," sagði El Shaarawy.
"Ég veit að það er kannski erfitt að trúa því en andrúmsloftið í klefanum er gott og rólegt. Sjálfstraustið er enn í lagi hjá öllum þrátt fyrir allt. Við munum komast upp úr þessari holu. Við vitum að liðið er gott og á að vera ofar á töflunni."
Milan spilar við Genoa um helgina.
Leikmenn Milan standa með Allegri
