Handbolti

Stórt tap hjá strákunum hans Óskars Bjarna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Óskar Bjarni Óskarsson.
Óskar Bjarni Óskarsson. Mynd/Stefán
Það gengur lítið hjá Óskari Bjarna Óskarssyni og lærisveinum hans í Viborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Liðið steinlá með níu mörkum á heimavelli sínum í kvöld.

Óskar Bjarni tók við liði Viborg fyrir tímabilið en liðið hefur aðeins náð í 3 stig í fyrstu 8 umferðunum. Liðið tapaði 16-25 á heimavelli á móti Aalborg Håndbold í kvöld en þetta var fjórða tap liðsins í röð.

Atli Ævar Ingólfsson skoraði 4 mörk og Anton Rúnarsson skoraði 1 mark þegar SönderjydskE vann tveggja marka heimasigur á Ribe-Esbjerg, 36-34. SönderjydskE er í 6. sæti deildarinnar.

Svíinn Kim Andersson skoraði 15 mörk þegar KIF Kolding vann 12 marka sigur á Århus Håndbold, 36-24. KIF Kolding er með fullt hús á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×