Handbolti

Hannes Jón heiðraður af liðfélögum sínum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hannes Jón í leik með Eisenach.
Hannes Jón í leik með Eisenach. Mynd/Heimasíða Eisenach
Hannes Jón Jónsson greindist nýverið með illkynja æxli í þvagblöðru sem voru fjarlægð í aðgerð á föstudaginn síðastliðinn.

Í gær tilkynnti félag hans, Eisenach í Þýskalandi, að Hannes væri á batavegi og að hann yrði á næstunni undir nánu eftirliti lækna. Hann verður eðlilega frá keppni þar til að hann nær fullri heilsu á ný.

Eisenach mætir í kvöld liði Grosswallstadt í þýsku bikarkeppninni og var Hannes Jón heiðraður af liðsfélögum sínum sem hituðu allir upp í treyju númer átta en það er númer Hannesar Jóns hjá félaginu.

„Þetta var mikið áfall fyrir mig og mína fjölskyldu," sagði Hannes Jón í yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu Eisenach. „Þetta eru erfiðir tímar. Ég mun taka þennan slag með fjölskyldu minni svo við getum endurheimt eðlilegt líf sem allra fyrst."

„Mín helsta ósk er að ná fullri heilsu á ný og fá tækifæri aftur til að spila handbolta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×