Fótbolti

Dortmund tók toppsætið af Real Madrid

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þýsku meistarnir í Dortmund eru komnir á toppinn í Dauðariðlinum í Meistaradeildinni eftir 2-1 sigur á Real Madrid í Þýskalandi í kvöld. Marcel Schmelzer skoraði sigurmark þýska liðsins á 26 mínútum fyrir leikslok.

Dortmund var að spila vel í kvöld og vann verðskuldan sigur. Stemmningin á pöllunum var mögnuð og mikill fögnuður þegar sigurinn var í höfn.

Leikurinn byrjaði rólega en seinni hluti fyrri hálfleiksins var mjög fjörugur þar sem bæði lið skoruðu eftir skemmtilegar skyndisóknir.

Robert Lewandowski kom Dortmund yfir á 36. mínútu eftir varnarmistök Pepe og frábæra sendingu frá Sven Bender. Pólverjinn afgreiddi boltann örugglega framhjá Iker Casillas í markinu.

Það tók Real-menn hinsvegar aðeins tvær mínútur að jafna þegar Cristiano Ronaldo slapp einni í gegn eftir stungusendingu frá Mesut Özil og lyfti boltanum yfir markvörðinn.

Dortmund komst aftur yfir á 64. mínútu þegar Marcel Schmelzer skoraði með skoti úr teignum eftir að Iker Casillas náði ekki að kýla fyrirgjöf Mario Götze nægilega vel frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×