Handbolti

Essen vill fá Ólaf í sínar raðir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Valli
Forráðamenn þýska úrvalsdeildarfélagsins Tusem Essen eru sagðir afar áhugasamir um að fá Ólaf Stefánsson til liðs við félagið.

Ólafur staðfesti á dögunum að hann væri hættur að spila með íslenska landsliðinu en hann er nú án félags eftir að AG fór á hausinn nú í sumar.

Fullyrt er í dönskum og þýskum fjölmiðlum að Ólafur hafi áhuga á að koma sér að hjá félagsliði og er Maik Handschke, þjálfari Essen, sagður viljugur að fá kappan til sín.

„Það væri draumi líkast fyrir alla leikmenn að fá slíkan leikmann til félagsins," sagði Fabian Böhm, einn leikmanna Essen, við þýska fjölmiðla í dag. „Það væri í raun ólýsanlegt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×