Handbolti

Aron: Mikil samstaða í liðinu

Mynd/Valli
Aron Kristjánsson þreytti frumraun sína sem landsliðsþjálfari í kvöld og getur ekki kvartað mikið yfir átta marka sigri. Hann sagðist hafa verið stoltur af því að leiða Ísland til leiks.

"Ég var ánægður með strákana. Mikill vilji, barátta og samstaða. Þetta var samt mjög kaflaskipt en nógu gott til þess að vinna leikinn," sagði Aron en liðið heldur nú til Rúmeníu og spilar þar um helgina.

"Það verður allt öðruvísi leikur. Við munum mæta liði sem spilar grimma 6/0 vörn og þurfum að undirbúa okkur vel fyrir það. Rúmenar eru með stórhættulegar skyttur og hávaxna leikmenn," sagði þjálfarinn en liðsins bíður langt og erfitt ferðalag.

"Við erum líklega ekki komnir upp á hótel í Rúmeníu fyrr en klukkan þrjú á laugardag. Það verður fullt hús þarna úti og mikil stemning. Umhverfið verður erfitt," sagði Aron en var ekki mikill léttir að vinna fyrsta leikinn?

"Jú, ekki spurning. Þetta var átta marka sigur og við skorum 36 mörk. Það er okkar leikur að enda vel og ná upp góðu forskoti eins og við gerðum í dag."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×