Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður í riðli með Þýskalandi, Noregi og Hollandi í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fer fram í Svíþjóð næsta sumar. Dregið var í riðla í Gautaborg í kvöld. Svíar og Danir mætast í opnunarleik keppninnar.
Ísland var líka í riðli með Þýskalandi og Noregi í síðustu úrslitakeppni EM og þær norsku voru líka með íslenska liðinu í riðli í undankeppninni fyrir EM í Svíþjóð. Íslenska liðið spilar leiki sína í Kalmar og Växjö.
Liðunum var raðað í styrkleikaflokka eftir árangri þeirra í undanförnum þremur EM og HM keppnum. Úrslitakeppnin fer fram 10. til 28. júlí. Riðill A verður leikinn í Gautaborg og Halmstad, riðill B í Vaxjo og Kalmar og riðill C í Norrkoping og Linköping. Átta liða úrslit verða leikinn í Halmstad, Vaxjo, Linkoping og Kalmar, undanúrslit í Gautaborg og Norrkoping. Úrslitaleikurinn verður leikinn á hinum glænýja Solna Arena velli.
Þetta er annað Evrópumeistaramót íslensku stelpnanna en þær voru einnig með í síðustu keppni sem fór fram í Finnlandi sumarið 2009. Íslenska liðið var þá í riðli með Þýskalandi, Frakklandi og Noregi en þær þýsku fóru alla leið og urðu Evrópumeistarar, Norðmenn komust í undanúrslitin og Frakkland datt út í átta liða úrslitunum eftir tap í vítaspyrnukeppni.
Riðlarnir á EM í Svíþjóð:
A-riðill (spilaður í Gautaborg og Halmstad)
Svíþjóð
Ítalía
Danmörk
Finnland
B-riðill (spilaður í Kalmar og Växjö)
Þýskaland
Noregur
Holland
Ísland
C-riðill (spilaður í Norrköping og Linköping)
Frakkland
England
Rússland
Spánn
Stelpurnar lentu aftur í riðli með Evrópumeisturum Þjóðverja
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Haaland sló enn eitt metið í gær
Fótbolti



Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti


Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti


Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti
