Fótbolti

Watt: Besta stund lífs míns

Nordic Photos / Getty Images
Það ætlaði allt um koll að keyra á Celtic Park eftir að skoska liðið gerði sér lítið fyrir og skellti stórliði Barcelona. Þeir voru ekki margir sem áttu von á því.

"Það mun taka nokkra klukkutíma fyrir okkur að átta okkur á því hvað gerðist hér í kvöld," sagði hinn 18 ára gamli Tony Watt sem skoraði seinna mark Celtic í kvöld.

"Ég sá Victor Valdes á móti mér og setti boltann bara í hornið. Ég trúði því ekki að boltinn hefði farið inn. Þetta var besta stund lífs míns.

"Við munum aldrei gleyma þessu. Við munum líta oft til baka og segja: vá, við unnum Barcelona í Meistaradeildinni. Það verður ekki mikið betra en það. Áhorfendur hjálpuðu okkur mikið og voru svo sannarlega tólfti maðurinn. Ég hef aldrei heyrt önnur eins læti."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×