Fótbolti

Sænski egóistinn gaf fjórar stoðsendingar í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Svíinn Zlatan Ibrahimovic fékk mikið hrós fyrir frammistöðu sína í 4-0 sigri Paris Saint Germain á Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni í gær og það þrátt fyrir að ná ekki að skora mark í leiknum. Zlatan hefur verið þekktur fyrir að sýna hroka innan sem utan vallar og gera mikið úr eigin getu en í gær einbeitti hann sér að spila upp liðsfélagana.

Zlatan Ibrahimovic lagði upp öll fjögur mörk franska liðsins í leiknum en fyrir leikinn hafði hann aðeins átt eina stoðsendingu í fyrsti fimmtán leikjum sínum með Paris Saint Germain.

Frönsku blöðin hrósuðu Zlatan fyrir óeigingirni og það var hann sem átti sviðsljósið og fyrirsagnirnar þótt að aðrir hafi skorað mörkin.

Það er hægt að sjá stoðsendingarnar hans Zlatans með því að smella hér fyrir ofan en þar leggur hann upp mörk fyrir þá Alex, Blaise Matuidi, Jérémy Ménez og Guillaume Hoarau.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×