Dagur: Íslenskir þjálfarar hafa rétta viðhorfið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. nóvember 2012 14:45 Nordic Photos / Getty Images Dagur Sigurðsson var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Boltanum á X-inu í morgun og ræddi um góðan árangur íslenskra þjálfara í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Dagur þjálfari Füchse Berlin en hjá Kiel er Alfreð Gíslason auk þess sem að Guðmundur Guðmundsson er þjálfari Rhein-Neckar Löwen. Þessi þrjú lið eru í þremur efstu sætum þýsku úrvalsdeildarinnar og er árangur þeirra þriggja langt um betri en hjá öðrum liðu, eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í morgun. „Við erum allir með góð lið í höndunum og er það grunnurinn að því að ná góðum árangri," sagði Dagur en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. „En ég held að við höfum margt fram að færa sem þjálfarar. Íslenskir þjálfarar eru vinnusamir og duglegir og að miklu leyti hafa þeir rétta viðhorfið í starfið." Dagur segir að íslensku þjálfararnir hafi ólík verkefni í höndunum. „Hver hefur sinn djöful að draga," segir hann. „Alli þarf að vinna hvern einasta leik enda með það sterkt lið. Hann þarf að skila titlum á hverju ári." „Gummi er svo með erfiða umgjörð í kringum sitt lið. Hann tók við erfiðu liði þar sem miklar væntingar voru gerðar um árangur." „Svo hefur mitt lið komið mest á óvart því við vorum í tíunda sæti þegar ég tók við. Okkur hefur tekist að klífa upp metorðastigann á minni fjárráðum." „Allir erum við með ólík verkefni en það hefur gengið vel hjá okkur öllum." Landsliðsmaðurinn Alexander Petersson fór frá Füchse Berlin í sumar og gekk í raðir Rhein-Neckar Löwen. Dagur viðurkennir að liðið sakni hans mikið. „Hann var stór partur af okkar liði enda margt jákvætt sem gerðist í kringum hann. Hann kom með mikinn kraft í æfingar og hann var líka góður í leikjunum." „Hann gat dregið fram það besta úr leikmönnum í leikjum og ég finn að strákarnir sakni hans. Það er eins og að það vanti upp á síðustu prósentin hjá þeim." Dagur ræðir einnig um tímabilið sem er fram undan hjá Füchse Berlin og gengi liðsins síðustu vikur í viðtalinu sem má heyra í heild sinni efst í fréttinni. Handbolti Tengdar fréttir Kóngarnir í Þýskalandi Íslensku handboltaþjálfararnir þrír í þýsku úrvalsdeildinni eru að gera frábæra hluti í bestu handboltadeild heims og skjóta öðrum þjálfurum ref fyrir rass. Vinnusemi og góð stjórnun er lykillinn að þessum árangri segir Patrekur Jóhannesson. 7. nóvember 2012 07:00 Dagur: Þýska landsliðið eins og enska fótboltalandsliðið Dagur Sigurðsson segir að hann hafi verið hársbreidd frá því að taka við þjálfun þýska landlsiðsins eftir að Heiner Brand lét af störfum með liðið. 7. nóvember 2012 12:30 Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Dagur Sigurðsson var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Boltanum á X-inu í morgun og ræddi um góðan árangur íslenskra þjálfara í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Dagur þjálfari Füchse Berlin en hjá Kiel er Alfreð Gíslason auk þess sem að Guðmundur Guðmundsson er þjálfari Rhein-Neckar Löwen. Þessi þrjú lið eru í þremur efstu sætum þýsku úrvalsdeildarinnar og er árangur þeirra þriggja langt um betri en hjá öðrum liðu, eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í morgun. „Við erum allir með góð lið í höndunum og er það grunnurinn að því að ná góðum árangri," sagði Dagur en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. „En ég held að við höfum margt fram að færa sem þjálfarar. Íslenskir þjálfarar eru vinnusamir og duglegir og að miklu leyti hafa þeir rétta viðhorfið í starfið." Dagur segir að íslensku þjálfararnir hafi ólík verkefni í höndunum. „Hver hefur sinn djöful að draga," segir hann. „Alli þarf að vinna hvern einasta leik enda með það sterkt lið. Hann þarf að skila titlum á hverju ári." „Gummi er svo með erfiða umgjörð í kringum sitt lið. Hann tók við erfiðu liði þar sem miklar væntingar voru gerðar um árangur." „Svo hefur mitt lið komið mest á óvart því við vorum í tíunda sæti þegar ég tók við. Okkur hefur tekist að klífa upp metorðastigann á minni fjárráðum." „Allir erum við með ólík verkefni en það hefur gengið vel hjá okkur öllum." Landsliðsmaðurinn Alexander Petersson fór frá Füchse Berlin í sumar og gekk í raðir Rhein-Neckar Löwen. Dagur viðurkennir að liðið sakni hans mikið. „Hann var stór partur af okkar liði enda margt jákvætt sem gerðist í kringum hann. Hann kom með mikinn kraft í æfingar og hann var líka góður í leikjunum." „Hann gat dregið fram það besta úr leikmönnum í leikjum og ég finn að strákarnir sakni hans. Það er eins og að það vanti upp á síðustu prósentin hjá þeim." Dagur ræðir einnig um tímabilið sem er fram undan hjá Füchse Berlin og gengi liðsins síðustu vikur í viðtalinu sem má heyra í heild sinni efst í fréttinni.
Handbolti Tengdar fréttir Kóngarnir í Þýskalandi Íslensku handboltaþjálfararnir þrír í þýsku úrvalsdeildinni eru að gera frábæra hluti í bestu handboltadeild heims og skjóta öðrum þjálfurum ref fyrir rass. Vinnusemi og góð stjórnun er lykillinn að þessum árangri segir Patrekur Jóhannesson. 7. nóvember 2012 07:00 Dagur: Þýska landsliðið eins og enska fótboltalandsliðið Dagur Sigurðsson segir að hann hafi verið hársbreidd frá því að taka við þjálfun þýska landlsiðsins eftir að Heiner Brand lét af störfum með liðið. 7. nóvember 2012 12:30 Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Kóngarnir í Þýskalandi Íslensku handboltaþjálfararnir þrír í þýsku úrvalsdeildinni eru að gera frábæra hluti í bestu handboltadeild heims og skjóta öðrum þjálfurum ref fyrir rass. Vinnusemi og góð stjórnun er lykillinn að þessum árangri segir Patrekur Jóhannesson. 7. nóvember 2012 07:00
Dagur: Þýska landsliðið eins og enska fótboltalandsliðið Dagur Sigurðsson segir að hann hafi verið hársbreidd frá því að taka við þjálfun þýska landlsiðsins eftir að Heiner Brand lét af störfum með liðið. 7. nóvember 2012 12:30