Körfubolti

Keflavík vann eftir framlengdan leik

Pálina átti flottan leik í kvöld.
Pálina átti flottan leik í kvöld.
Keflavík er enn með fullt hús stiga í Dominos-deild kvenna eftir sigur á Fjölni í kvöld í framlengdum leik.

Keflavík var með fínt forskot í hálfleik en Fjölnir slátraði þriðja leikhlutanum, 5-24, og komst yfir. Það var svo allt í járnum eftir það.

Í framlengingunni voru Keflavíkurstúlkur þó mun sprækari. Þær hafa unnið alla sjö leiki sína en Fjölnir er á botninum með einn sigurleik.

Keflavík-Fjölnir 79-69 (18-12, 21-13, 5-24, 19-14, 16-6)

Keflavík: Jessica Ann Jenkins 25/6 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 23/5 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 14/10 fráköst/3 varin skot, Sandra Lind Þrastardóttir 8/13 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 5/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 4/4 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0/4 fráköst, Soffía Rún Skúladóttir 0, María Ben Jónsdóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0.

Fjölnir: Britney Jones 28/4 fráköst/6 stoðsendingar/9 stolnir, Fanney Lind Guðmundsdóttir 10/20 fráköst, Hrund Jóhannsdóttir 9/7 fráköst, Bergdís Ragnarsdóttir 9/7 fráköst, Birna Eiríksdóttir 4, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 3/6 fráköst, Dagbjört Helga Eiríksdóttir 3, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 3/7 fráköst, Sigrún Anna Ragnarsdóttir 0, Margrét Loftsdóttir 0, Telma María Jónsdóttir 0, Erna María Sveinsdóttir 0






Fleiri fréttir

Sjá meira


×