Fótbolti

Mancini: Ekki tilbúnir fyrir Meistaradeildartitil

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segir að félagið skorti enn reynslu til að geta gert alvöru atlögu að Evrópumeistaratitlinum.

City hefur aðeins fengið eitt stig úr fyrstu þremur leikjum sínum í hinum geysisterka D-riðli Meistaradeildar Evrópu í ár en liðið mætir Ajax á morgun í afar mikilvægum leik. Real Madrid og Dortmund eru í sama riðli.

„Ég tel ekki að við séum tilbúnir að vinna Meistaradeildina," sagði Mancini. „Það segi ég í fullri hreinskilni. Við erum gott lið en ekki tilbúnir eins og önnur lið."

„Chelsea reyndi að vinna Meistaradeildina í tíu ár. Chelsea var líklega með besta lið Evrópu í tíu ár og þeir unnu ekki fyrr en eftir tíu ár, þegar liðið átti það líklega ekki skilið."

„Þeir áttu skilið að vinna deildina þremur eða fjórum árum fyrr. Svona er Meistaradeildin."

„Það getur allt gerst ef við vinnum næstu þrjá leiki okkar. En það er mjög langur vegur fram undan."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×