Lifum ekki á fjallagrösum - þurfum alvörustörf Kristján Már Unnarsson skrifar 5. nóvember 2012 08:45 „Þegar við sjáum tækifærin hérna þá er svo einkennileg árátta hjá fólki að vilja að fara að vernda allt fyrir okkur," sagði Þórunn Egilsdóttir, oddviti Vopnafjarðarhrepps, í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Kristján Már Unnarsson heimsótti Þórunni og eiginmann hennar, Friðbjörn Hauk Guðmundsson, en þau búa á bænum Hauksstöðum í Vesturárdal í Vopnafirði ásamt þremur börnum sínum. Atvinnumálin og framtíð byggðarinnar bar á góma en þrátt fyrir mikla uppbyggingu í fiskvinnslu á Vopnafirði og næga atvinnu á héraðið í varnarbaráttu að halda í unga fólkið. Vandinn, segir Þórunn, er að störfin eru einhæf. Það vantar meiri fjölbreytni. Hún spyr hvort ekki megi flytja meira af störfum hins opinbera út á land. Stóra tækifæri Norðausturlands segir hún þó í Gunnólfsvík í Finnafirði við Bakkaflóa þar sem sveitarfélögin hafa skipulagt stórskipahöfn og iðnaðarsvæði, fyrir norðurslóðasiglingar og olíu- og gasvinnslustöðvar. „Allar rannsóknir sem sveitarfélögin hafa verið að vinna að með iðnaðarráðuneyti benda til að Finnafjörður sé besti staðurinn fyrir höfn af þessu tagi," segir Þórunn. Hún varar við fordómum gagnvart olíuvinnslu og olíuhreinsistöðvum. „Það eru ekkert ógeðslegar byggingar, ef þú ferð að skoða það. Þetta getur verið snyrtilegt umhverfi, það þarf náttúrlega að standa vel að því öllu," segir oddvitinn. „Við höfum nóg land. Við höfum nóg svæði hérna fyrir þetta. Og hversvegna ekki reyna að byggja eitthvað hér upp á þessu horni til mótvægis við annað sem er á landinu. Og þetta er bara fyrir þjóðina alla mjög hagkvæmt og mikilvægt." -Finnst ykkur vera dálítil forræðishyggja fyrir sunnan gagnvart ykkur? „Já, mér finnst það. Og fólk er jafnvel að mynda sér skoðun á einhverjum grunni sem það áttar sig ekkert á. Það er með einhverja rómantíska sýn á að við getum bara verið hér heima í sveitinni og vappað úti og allir eigi að fara að tína fjallagrös og lifa á því. Við gerum það ekkert," segir Þórunn. „Það þarf að koma einhver alvöru atvinna og alvöru uppbygging. Við þurfum að fá störf líka fyrir menntaða fólkið út á land svo að fólkið okkar, sem fer og leitar sér menntunar, sjái sér leið til baka." Um land allt Vopnafjörður Tengdar fréttir Sá hann í sláturhúsinu - vissi þá að hann yrði maðurinn minn Saga Reykjavíkurstúlkunnnar sem fór eftir Verslunarskólanám til Vopnafjarðar til að vinna sem kennari um skamma hríð, en ílengdist og er nú oddviti héraðsins, var efni þáttarins "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Þórunn Egilsdóttir býr á Hauksstöðum, innsta bænum í Vesturárdal í Vopnafirði, ásamt eiginmanni sínum, Friðbirni Hauki Guðmundssyni og þremur börnum þeirra. Þau kynntust í kennaraverkfallinu haustið 1984 en Þórunn var þá nýkomin á Vopnafjörð og þekkti ekkert til. Vegna verkfallsins var hún peningalaus og fékk sér vinnu sláturhúsinu og þar sá hún Hauk í fyrsta sinn. 5. nóvember 2012 14:30 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Sjá meira
„Þegar við sjáum tækifærin hérna þá er svo einkennileg árátta hjá fólki að vilja að fara að vernda allt fyrir okkur," sagði Þórunn Egilsdóttir, oddviti Vopnafjarðarhrepps, í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Kristján Már Unnarsson heimsótti Þórunni og eiginmann hennar, Friðbjörn Hauk Guðmundsson, en þau búa á bænum Hauksstöðum í Vesturárdal í Vopnafirði ásamt þremur börnum sínum. Atvinnumálin og framtíð byggðarinnar bar á góma en þrátt fyrir mikla uppbyggingu í fiskvinnslu á Vopnafirði og næga atvinnu á héraðið í varnarbaráttu að halda í unga fólkið. Vandinn, segir Þórunn, er að störfin eru einhæf. Það vantar meiri fjölbreytni. Hún spyr hvort ekki megi flytja meira af störfum hins opinbera út á land. Stóra tækifæri Norðausturlands segir hún þó í Gunnólfsvík í Finnafirði við Bakkaflóa þar sem sveitarfélögin hafa skipulagt stórskipahöfn og iðnaðarsvæði, fyrir norðurslóðasiglingar og olíu- og gasvinnslustöðvar. „Allar rannsóknir sem sveitarfélögin hafa verið að vinna að með iðnaðarráðuneyti benda til að Finnafjörður sé besti staðurinn fyrir höfn af þessu tagi," segir Þórunn. Hún varar við fordómum gagnvart olíuvinnslu og olíuhreinsistöðvum. „Það eru ekkert ógeðslegar byggingar, ef þú ferð að skoða það. Þetta getur verið snyrtilegt umhverfi, það þarf náttúrlega að standa vel að því öllu," segir oddvitinn. „Við höfum nóg land. Við höfum nóg svæði hérna fyrir þetta. Og hversvegna ekki reyna að byggja eitthvað hér upp á þessu horni til mótvægis við annað sem er á landinu. Og þetta er bara fyrir þjóðina alla mjög hagkvæmt og mikilvægt." -Finnst ykkur vera dálítil forræðishyggja fyrir sunnan gagnvart ykkur? „Já, mér finnst það. Og fólk er jafnvel að mynda sér skoðun á einhverjum grunni sem það áttar sig ekkert á. Það er með einhverja rómantíska sýn á að við getum bara verið hér heima í sveitinni og vappað úti og allir eigi að fara að tína fjallagrös og lifa á því. Við gerum það ekkert," segir Þórunn. „Það þarf að koma einhver alvöru atvinna og alvöru uppbygging. Við þurfum að fá störf líka fyrir menntaða fólkið út á land svo að fólkið okkar, sem fer og leitar sér menntunar, sjái sér leið til baka."
Um land allt Vopnafjörður Tengdar fréttir Sá hann í sláturhúsinu - vissi þá að hann yrði maðurinn minn Saga Reykjavíkurstúlkunnnar sem fór eftir Verslunarskólanám til Vopnafjarðar til að vinna sem kennari um skamma hríð, en ílengdist og er nú oddviti héraðsins, var efni þáttarins "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Þórunn Egilsdóttir býr á Hauksstöðum, innsta bænum í Vesturárdal í Vopnafirði, ásamt eiginmanni sínum, Friðbirni Hauki Guðmundssyni og þremur börnum þeirra. Þau kynntust í kennaraverkfallinu haustið 1984 en Þórunn var þá nýkomin á Vopnafjörð og þekkti ekkert til. Vegna verkfallsins var hún peningalaus og fékk sér vinnu sláturhúsinu og þar sá hún Hauk í fyrsta sinn. 5. nóvember 2012 14:30 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Sjá meira
Sá hann í sláturhúsinu - vissi þá að hann yrði maðurinn minn Saga Reykjavíkurstúlkunnnar sem fór eftir Verslunarskólanám til Vopnafjarðar til að vinna sem kennari um skamma hríð, en ílengdist og er nú oddviti héraðsins, var efni þáttarins "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Þórunn Egilsdóttir býr á Hauksstöðum, innsta bænum í Vesturárdal í Vopnafirði, ásamt eiginmanni sínum, Friðbirni Hauki Guðmundssyni og þremur börnum þeirra. Þau kynntust í kennaraverkfallinu haustið 1984 en Þórunn var þá nýkomin á Vopnafjörð og þekkti ekkert til. Vegna verkfallsins var hún peningalaus og fékk sér vinnu sláturhúsinu og þar sá hún Hauk í fyrsta sinn. 5. nóvember 2012 14:30