Handbolti

Svíar sluppu með skrekkinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jonas Kallman og Niclas Ekberg.
Jonas Kallman og Niclas Ekberg. Mynd/Nordic Photos/Getty
Svíar unnu Hollendinga 33-31 á útivelli í 5. riðli undankeppni Evrópumótsins í handbolta í gærkvöldi. Svíar höfðu tveggja marka forystu í hálfleik, 17-15.

Hollendingar, sem töpuðu í fyrsta leik með níu marka mun fyrir Pólverjum, voru einu marki undir þegar skammt var til leiksloka. Þá fékk Niclas Ekberg ódýrt vítakast og tryggði Svíum tveggja marka sigur Ekberg var markahæstur í sænska liðinu, skoraði 8 mörk en Jasper Adams 9 fyrir Hollendinga.

Svíar hafa unnið báða sína leiki í riðlinum en þeir unnu Úkraínumenn með fjögurra marka mun á heimavelli í 1. umferðinni. Pólverjar, sem unnu Hollendinga með 9 marka mun í 1. umferðinni, mæta Úkraínumönnum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×