Hamilton greip tækifærið þegar Vettel lenti í vandræðum Birgir Þór Harðarson skrifar 3. nóvember 2012 14:23 Hamilton, Webber og Vettel ræsa fremstir á morgun. nordicphotos/afp Lewis Hamilton ræsir af fremsta rásstað í Abu Dhabi-kappakstrinum á morgun. Hann náði besta tíma í tímatökunni í dag og var langfljótastur. Það er ekki á hverjum degi sem heimsmeistarinn Sebastian Vettel á slæman dag. Sá dagur rann upp í dag þegar tímatökur fyrir kappaksturinn í Abu Dhabi fóru fram. Vettel náði þriðja besta tíma á eftir liðsfélaga sínum Mark Webber. Vettel þurfti að stöðva bílinn áður en hann komst inn á viðgerðarsvæðið eftir síðustu lotu tímatökunnar. Christian Horner sagði við Sky Sports að Renault vélaframleiðandinn hefði beðið liðið um að stoppa bílinn. Horner gat samt ekki sagt hvað væri að. Vettel gæti fengið einhverja refsingu fyrir að koma bílnum ekki inn á viðgerðarsvæðið. Ef um er að ræða eldsneytisleysi fær hann refsingu. Rafallinn í bíl Vettels hefur verið til vandræða svo það gæti verið málið. Vettel vissi ekki hvers vegna hann var beðinn um að stoppa bílinn þegar hann var spurður um það á blaðamannafundinum. Hann hafði þó ekki miklar áhyggjur af bílnum fyrir keppnina á morgun. Ferrari ökuþórinn Fernando Alonso, helsti keppinautur Vettels um heimsmeistaratitil ársins ræsir sjöundi á eftir Jenson Button á McLaren. Kimi Raikkönen ræsir í fimmta sæti. Pastor Maldonado á Williams kom á óvart og náði fjórða besta tíma. Liðsfélagi hans er aðeins fimmtándi. Romain Grosjean gæti fengið refsingu fyrir að aka í veg fyrir Alonso á viðgerðarsvæðinu. Dómararnir eru að fara yfir það nú eftir tímatökuna. Kappaksturinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun.Vettel var í vandræðum með bremsurnar í morgun. Eitthvað klikkaði svo í lok tímatökunnar. Formúla Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Lewis Hamilton ræsir af fremsta rásstað í Abu Dhabi-kappakstrinum á morgun. Hann náði besta tíma í tímatökunni í dag og var langfljótastur. Það er ekki á hverjum degi sem heimsmeistarinn Sebastian Vettel á slæman dag. Sá dagur rann upp í dag þegar tímatökur fyrir kappaksturinn í Abu Dhabi fóru fram. Vettel náði þriðja besta tíma á eftir liðsfélaga sínum Mark Webber. Vettel þurfti að stöðva bílinn áður en hann komst inn á viðgerðarsvæðið eftir síðustu lotu tímatökunnar. Christian Horner sagði við Sky Sports að Renault vélaframleiðandinn hefði beðið liðið um að stoppa bílinn. Horner gat samt ekki sagt hvað væri að. Vettel gæti fengið einhverja refsingu fyrir að koma bílnum ekki inn á viðgerðarsvæðið. Ef um er að ræða eldsneytisleysi fær hann refsingu. Rafallinn í bíl Vettels hefur verið til vandræða svo það gæti verið málið. Vettel vissi ekki hvers vegna hann var beðinn um að stoppa bílinn þegar hann var spurður um það á blaðamannafundinum. Hann hafði þó ekki miklar áhyggjur af bílnum fyrir keppnina á morgun. Ferrari ökuþórinn Fernando Alonso, helsti keppinautur Vettels um heimsmeistaratitil ársins ræsir sjöundi á eftir Jenson Button á McLaren. Kimi Raikkönen ræsir í fimmta sæti. Pastor Maldonado á Williams kom á óvart og náði fjórða besta tíma. Liðsfélagi hans er aðeins fimmtándi. Romain Grosjean gæti fengið refsingu fyrir að aka í veg fyrir Alonso á viðgerðarsvæðinu. Dómararnir eru að fara yfir það nú eftir tímatökuna. Kappaksturinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun.Vettel var í vandræðum með bremsurnar í morgun. Eitthvað klikkaði svo í lok tímatökunnar.
Formúla Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira