Eiður Smári Guðjohnsen var enn eina ferðina á skotskónum fyrir Cercle Brugge er liðið vann sjaldséðan sigur, 3-1, á Genk. Þetta var aðeins þriðji sigur liðsins í vetur. Eiður var að skora sitt fimmta mark fyrir félagið.
Eiður skoraði annað mark Cercle í leiknum á 62. mínútu. Hann fór af velli á 79. mínútu. Markið sem hann skoraði var einkar glæsilegt og má sjá það hér að ofan.
Arnar Þór Viðarsson var einnig í liði Cercle en var tekinn af velli á 56. mínútu.
Cercle er enn í botnsæti belgísku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir sigurinn.

