Jóhann Berg: Ég var búinn bíða lengi eftir þessu marki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2012 22:16 Jóhann Berg Guðmundsson. Mynd/Anton Jóhann Berg Guðmundsson skoraði fyrra mark Íslands í 2-0 sigri í Andorra í vináttulandsleik í kvöld en þetta var fyrsta mark hans fyrir A-landsliðið. Jóhann Berg kom Íslandi yfir eftir aðeins tíu mínútna leik. „Það var algjörlega kominn tími á þetta mark og það er auðvitað alltaf gaman að skora og ná fyrsta markinu," sagði Jóhann Berg Guðmundsson við Vísi eftir leikinn. „Það var þægilegt að ná marki svona snemma því þá kom öryggi í okkar leik og við gátum verið rólegir á boltanum. Það var samt erfitt að brjóta þá niður því þeir voru með alla í vörn og mikið í því að tefja. Það gerði það ennþá mikilvægara að ná þessu fyrsta marki," sagði Jóhann um mikilvægi þess að skora í upphafi leiks. „Ég var búinn bíða lengi eftir þessu marki. Ég er búinn að spila einhverja 22 leiki en hef samt ekkert verið að stressa mig á þessu. Ég er búinn að leggja upp mörk og liðið hefur verið að vinna þannig að ég var ekkert að kvarta," sagði Jóhann Berg um markaleysið. „Það er gott skora og auðvitað vill maður spila alla leiki. Vonandi verð ég í byrjunarliðinu í næstu leikjum. Það er reyndar langt í þá þannig að það getur hvað sem er gerst," sagði Jóhann Berg. Jóhann Berg hefur unnið sér fast sæti í liði AZ Alkmaar og hefur verið spila vel í hollensku deildinni. „Maður er kominn í liðið þar og ef ég held áfram að spila þar þá fæ ég vonandi að halda sætinu mínu í þessu liði," sagði Jóhann Berg. „Ég var búinn að mikið á bekknum hjá AZ og sjálfstraustið var því ekki í botni hjá mér. Það var fínt að komast í liðið og ná að fara að skora og leggja upp mörk með AZ. Þá fer sjálfstraustið upp hjá manni og það skilaði sér eflaust í leikinn í dag," sagði Jóhann Berg. „Þetta var leikur sem við áttum fyrirfram að vinna og við gerðum það. Það er frábært að vinna leik og enda árið með stæl. Þetta er eitthvað sem við getum byggt á. Maður stefnir alltaf á það að skora eða leggja upp mörk og vonandi vinnum við fleiri leiki og reynum að gera eitthvað í þessari undankeppni," sagði Jóhann Berg. „Við erum búnir að ná betri úrslitum í þessari undankeppni en við gerðum í þeirri síðustu þannig að það er eitthvað jákvætt sem við getum horft á. Við ætlum að sjálfsögðu að halda því áfram," sagði Jóhann Berg að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson skoraði fyrra mark Íslands í 2-0 sigri í Andorra í vináttulandsleik í kvöld en þetta var fyrsta mark hans fyrir A-landsliðið. Jóhann Berg kom Íslandi yfir eftir aðeins tíu mínútna leik. „Það var algjörlega kominn tími á þetta mark og það er auðvitað alltaf gaman að skora og ná fyrsta markinu," sagði Jóhann Berg Guðmundsson við Vísi eftir leikinn. „Það var þægilegt að ná marki svona snemma því þá kom öryggi í okkar leik og við gátum verið rólegir á boltanum. Það var samt erfitt að brjóta þá niður því þeir voru með alla í vörn og mikið í því að tefja. Það gerði það ennþá mikilvægara að ná þessu fyrsta marki," sagði Jóhann um mikilvægi þess að skora í upphafi leiks. „Ég var búinn bíða lengi eftir þessu marki. Ég er búinn að spila einhverja 22 leiki en hef samt ekkert verið að stressa mig á þessu. Ég er búinn að leggja upp mörk og liðið hefur verið að vinna þannig að ég var ekkert að kvarta," sagði Jóhann Berg um markaleysið. „Það er gott skora og auðvitað vill maður spila alla leiki. Vonandi verð ég í byrjunarliðinu í næstu leikjum. Það er reyndar langt í þá þannig að það getur hvað sem er gerst," sagði Jóhann Berg. Jóhann Berg hefur unnið sér fast sæti í liði AZ Alkmaar og hefur verið spila vel í hollensku deildinni. „Maður er kominn í liðið þar og ef ég held áfram að spila þar þá fæ ég vonandi að halda sætinu mínu í þessu liði," sagði Jóhann Berg. „Ég var búinn að mikið á bekknum hjá AZ og sjálfstraustið var því ekki í botni hjá mér. Það var fínt að komast í liðið og ná að fara að skora og leggja upp mörk með AZ. Þá fer sjálfstraustið upp hjá manni og það skilaði sér eflaust í leikinn í dag," sagði Jóhann Berg. „Þetta var leikur sem við áttum fyrirfram að vinna og við gerðum það. Það er frábært að vinna leik og enda árið með stæl. Þetta er eitthvað sem við getum byggt á. Maður stefnir alltaf á það að skora eða leggja upp mörk og vonandi vinnum við fleiri leiki og reynum að gera eitthvað í þessari undankeppni," sagði Jóhann Berg. „Við erum búnir að ná betri úrslitum í þessari undankeppni en við gerðum í þeirri síðustu þannig að það er eitthvað jákvætt sem við getum horft á. Við ætlum að sjálfsögðu að halda því áfram," sagði Jóhann Berg að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira