Þóra Björg Helgadóttir var í gærkvöldi valin besti markvörður sænsku úrvalsdeildarinnar en hún átti frábært tímabil með silfurliði LdB FC Malmö sem var aðeins hársbreidd frá því að vinna sænska meistaratitilinn þriðja árið í röð.
Þóra gat þó ekki verið viðstödd verðlaunaafhendinguna en Fotbollsgalan fór fram eins og ávallt í Globen-höllinni í Stokkhólmi. Þóra þakkaði fyrir sig á twitter-síðu sinni í dag.
„Ég þakka öll hlýju orðin en því miður gat ég ekki verið viðstödd. Ástralía er samt ekki slæmur kostur," skrifaði Þóra.
Hún gerði á dögunum samning við ástralska félagið Western Sydney Wanderers og mun spila hinum megin á hnettinum á meðan sænska úrvalsdeildin er í vetrarfríi.
Þóra var ekki eini íslenski markvörðurinn sem var tilnefndur sem besti markvörðurinn því Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður og fyrirliði Djurgården var kom einnig til greina ásamt Kristin Hammarström hjá Kopparbergs/Göteborg FCog Hedvig Lindahl hjá Kristianstads DFF.