Vettel segir Alonso eiga titilinn jafn mikið skilið Birgir Þór Harðarson skrifar 13. nóvember 2012 06:00 Þeir skáluðu félagarnir þegar þeir stóðu báðir á verðlaunapalli í Þýskalandi í sumar. nordicphotos/afp Heimsmeistarinn Sebastian Vettel, sem ekur fyrir Red Bull í Formúlu 1, segir keppinaut sinn, Fernando Alonso hjá Ferrari, eiga titilinn jafn mikið skilið og hann sjálfur. Báðir hafa ekið frábærlega í ár þó segja megi að Alonso hafi sýnt meiri áræðni. "Ef þú skoðar mótin sem þegar hafa verið ekin held ég að þau mót sem við höfum lent í vandræðum í séu jafn mörg," sagði Vettel. "Ég trúi því enn að sá sem á titilinn mest skilið sigri að lokum." Aðeins tvö mót eru eftir af tímabilinu. Alonso náði að klóra í bakkann í Abu Dhabi fyrir viku síðan og minnkaði þar forskot Vettel í tíu stig. Alonso hafði mest 42 stig í forskot á Vettel í sumar. "Ég vona að liðið mitt standi sig vel í þessum tveimur mótum sem eftir eru. Við erum í dauðafæri til að vinna tilinn." Sebastian Vettel mun ræsa sinn 100. kappakstur í Bandaríkjunum um næstu helgi. Hann er þegar orðinn tvöfaldur heimsmeistari og getur, með sigri þar og lélegum úrslitum Alonso, tryggt sér þriðja heimsmeistaratitilinn í röð. "Þetta hefur allt liðið svo hratt," svaraði hann þegar þessi staðreynd var borin undir hann. "Eitt hundrað er stór tala - 100 kappakstrar hljómar mikið: 100 ræsingar og 100 sinnum í gegnum fyrstu beygju." Formúla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel, sem ekur fyrir Red Bull í Formúlu 1, segir keppinaut sinn, Fernando Alonso hjá Ferrari, eiga titilinn jafn mikið skilið og hann sjálfur. Báðir hafa ekið frábærlega í ár þó segja megi að Alonso hafi sýnt meiri áræðni. "Ef þú skoðar mótin sem þegar hafa verið ekin held ég að þau mót sem við höfum lent í vandræðum í séu jafn mörg," sagði Vettel. "Ég trúi því enn að sá sem á titilinn mest skilið sigri að lokum." Aðeins tvö mót eru eftir af tímabilinu. Alonso náði að klóra í bakkann í Abu Dhabi fyrir viku síðan og minnkaði þar forskot Vettel í tíu stig. Alonso hafði mest 42 stig í forskot á Vettel í sumar. "Ég vona að liðið mitt standi sig vel í þessum tveimur mótum sem eftir eru. Við erum í dauðafæri til að vinna tilinn." Sebastian Vettel mun ræsa sinn 100. kappakstur í Bandaríkjunum um næstu helgi. Hann er þegar orðinn tvöfaldur heimsmeistari og getur, með sigri þar og lélegum úrslitum Alonso, tryggt sér þriðja heimsmeistaratitilinn í röð. "Þetta hefur allt liðið svo hratt," svaraði hann þegar þessi staðreynd var borin undir hann. "Eitt hundrað er stór tala - 100 kappakstrar hljómar mikið: 100 ræsingar og 100 sinnum í gegnum fyrstu beygju."
Formúla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira