Atalanta vann frábæran sigur, 3-2, á Inter Milan í ítölsku seríu A-deildinni í knattspyrnu í kvöld.
Giatomo Bonaventura skoraði fyrsta mark leiksins eftir tæplega tíu mínútna leik. Freddy Guarín, leikmaður Inter Milan, jafnaði metin í upphafi síðari hálfleiks.
Germán Denis skoraði annað mark Atalanta í leiknum aðeins fjórum mínútum síðar og kom heimamönnum í 2-1. Germán Denis var síðan aftur á ferðinni nokkrum mínútum síðar þegar hann skoraði þriðja mark Atalanta úr vítaspyrnu.
Rodrigo Palacio minnkaði muninn fyrir Inter rétt fyrir leikslok en lengra komust gestirnir ekki og Atalanta vann magnaðan sigur.
Inter Milan tapaði dýmætum stigum í toppbaráttunni. Inter Milan er í öðru sæti deildarinnar með 27 stig, fjórum stigum á eftir Juventus en Atalanta er í því sjötta með 18 stig.
Inter Milan tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttunni
SÁP skrifar
