Handbolti

Mikilvægur sigur hjá Óskari Bjarna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Óskar Bjarni Óskarsson.
Óskar Bjarni Óskarsson.
Viborg HK, lið Óskars Bjarna Óskarssonar, vann sinn annan sigur á tímabilinu í dönsku úrvalsdeildinni er liðið mætti Århus Håndbold.

Niðurstaðan var tveggja marka sigur, 23-21, en með sigrinum komst Viborg upp í tíunda sæti deildarinnar. Liðið er með sex stig eftir tíu leiki.

Þá skoraði Snorri Steinn Guðjónsson fjögur mörk fyrir GOG sem vann Stoholm, 36-19. GOG er með fullt hús stiga á toppi dönsku B-deildarinnar að loknum tíu leikjum.

Í Svíþjóð eru Íslendingaliðin Kristianstad og Guif í efstu tveimur sætum úrvalsdeildarinnar. Kristianstad vann Aranäs, 37-23, en Guif gerði jafntefli við Alingsås, 25-25.

Ólafur Guðmundsson skoraði tvö mörk fyrir Kristianstad. Heimir Óli Heimisson skoraði þrjú mörk fyrir Guif en þjálfari liðsins er Kristján Andrésson.

Kristianstad er með nítján stig í efsta sæti deildarinnar en Guif er í öðru sæti með sextán stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×