Golf

McIlroy tekjuhæstur á Evrópumótaröðinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
McIlroy á mótinu í Singapúr.
McIlroy á mótinu í Singapúr. Nordic Photos / Getty Images
Rory McIlroy tryggði sér í gær efsta sæti peningalistans á Evrópumótaröðinni í ár en hann gerði slíkt hið sama á bandarísku PGA-mótaröðinni fyrr í haust.

Luke Donald vann þetta sama afrek á síðasta ári en McIlroy er þar að auki í efsta sæti heimslistans í golfi. McIlroy er yngsti kylfingurinn síðan 1980 sem nær efsta sæti peningalistans í Evrópu.

Hann hafnaði í þriðja sæti á opna meistaramótinu í Singapúr sem lauk í nótt. Hann spilaði lokahringinn á 65 höggum og komst upp í þriðja sætið með erni á átjánda holu.

Matteo Manessero, nítján ára Ítali, bar sigur úr býtum á mótinu eftir umspil gegn Louis Oosthuizen.

Hefði Oosthuizen unnið mótið hefði hann tekið efsta sæti peningalistans af McIlroy.

Þetta er þriðji sigur Manessaro á mótaröðinni og er hann yngsti kylfingurinn sem afrekar það fyrir tvítugt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×